fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Fjölgun seðlabankastjóra – liður í væntingastjórnun?

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. febrúar 2014 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson játaði því ekki í hinu margumtalaða viðtali við Gísla Martein Baldursson að til stæði að fjölga seðlabankastjórum í þrjá – en hann neitaði því ekki heldur.

Ef ætlunin er í alvörunni að fjölga bankastjórunum er það líklega nokkuð örðugra eftir viðtalið. Viðtalið spilaðist ekki þannig að hugmyndin yrði sérlega aðlaðandi – og þess utan er virkar ekki sérlega traustvekjandi á aðhaldstímum, þegar kjarasamningar eru í uppnámi, að fjölga svona í hópi hæstlaunuðustu ríkisstarfsmanna.

Það er spurning hvort sé skynsamlegt fyrir ríkisstjórnina að eyða sínu pólitíska kapítali í þetta.

Því gæti hugsast – og þetta er einungis tilgáta – að það sé liður í væntingastjórnun að láta leka út að til standi að fjölga seðlabankastjórunum.

Þegar svo kemur á daginn að Má Guðmundssyni verði einungis skipt út fyrir einhvern mann sem er ríkisstjórninni þóknanlegri varpa allir öndinni léttar yfir því að bankastjórarnir verða ekki þrír – og þannig klárast málið.

3963e3d573-300x199_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið