fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Fylgi á flökti

Egill Helgason
Laugardaginn 1. febrúar 2014 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spekingi sem skrifar á Facebook varð á í messunni, fékk bjartsýniskast vegna þess að hann lagði vitlaust saman, reiknaði samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í síðasta Þjóðarpúlsi upp í 55 prósent. Hann skrifaði:

Það verður eins og ég hef sagt: þessi ríkisstjórn mun sitja í 3-4 kjörtímabil. Eitt stórkostlegasta viðviðreisnartímabil Íslandssögunnar er rétt að hefjast. Fólkið vill meira af Sjálfstæðisflokknum og meira af Framsókn. Ævintýrin enn gerast…

Þetta reyndist svo vera rangt hjá þessum bjartsýna manni, samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 45 prósent samkvæmt þessari könnun. En það er svosem alveg viðunnandi fyrir flokkana.

Nú má reyndar vel vera að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geti setið saman í ríkisstjórn mörg kjörtímabil. Það hefur gerst áður. Síðasta samstjórn þessara flokka entist í 12 ár. Sjálfstæðisflokkurinn tjaldar yfirleitt ekki til eins kjörtímabils þegar hann fer í ríkisstjórn – ólíkt síðustu stjórn þar sem átti að gera allt í blóðspreng og var ekki til neitt langtímaplan.

Eitt sem getur komið í veg fyrir þetta er lítil flokkshollusta meðal ungs fólks. Það er eðlilegt að pæla í hvort Sjálfstæðisflokkurinn nái nokkurn tíma aftur upp í fylgið sem hann hafði á mesta blómaskeiði sínu. Þá var markið allt upp í 40 prósent í þingkosningum. Og það er líklegt að Samfylkingin verði frekar að slást við að ná 20 prósenta markinu fremur en 30 prósentum.

Gísli Marteinn Baldursson skrifaði grein um þetta fyrir stuttu. Hann fann út að fjórflokkurinn gamli væri kominn niður í 70 prósenta fylgi. Línan stefnir niður frá því stuttu eftir hrun.

Fylgið er á miklu flökti. Það hrúgaðist til Framsóknarflokksins á vikunum fyrir síðustu kosningar en hefur að nokkrum hluta leitað þaðan aftur. En nýju flokkarnir, Björt framtíð og Píratar, sem eru ekki endilega geirnegldir á hægri og vinstri ás, eru með 22 prósent samanlagt. Ungt fólk hefur ekki áhuga á gamaldags flokksgarra og er til í að kasta atkvæðunum út um víðan völl.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu