Evrópusinnar hafa byrjað stórsókn með opnun Evrópubloggsins sem er ritstýrt af hinum margreynda blaðamanni Pétri Gunnarssyni. Það var kannski kominn tími til, lengst af hafa aðildarsinnar látið Heimssýn og skyldum aðilum eftir að stjórna umræðunni. Þannig var það í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Þar birtist í dag skoðanakönnun sem gerð var fyrir Já Ísland og sýnir að 67 prósent þjóðarinnar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður.
Önnur athyglisverð grein birtist á Evrópublogginu. Hún ber yfirskriftina Helstu skammstafanir ýta á um nýja stefnu í gjaldmiðilsmálum.
Þar er vitnað í umsagnir hagsmunaaðila um þingsályktunartillögu Bjartrar framtíðar um mótun nýrrar gjaldmiðlastefnu. Meðal annars er vitnað í eftirfarandi umsagnir:
Í umsögn BHM segir að það sé ekki „ofsagt að peningastefnan hafi
beðið algjört skipbrot og mótun nýrrar peningastefnu því aðkallandi sem aldrei fyrr.“LÍÚ tekur undir tillöguna telur að mikilvægt sé „að farið verði yfir stöðu gjaldmiðilsmála i ljósi reynslunnar og framtíðarkostir í þvi máli metnir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.“
Viðskiptaráð bendir á þá niðurstöðu „Seðlabankans að rekja megi allt að 40% verðlagsþróunar hér á landi til gengissveiflna íslensku krónunar.“
Viðskiptaráð bætir við: „Það er því full ástæða til að leita annarra leiða í gjaldmiðilsmálum til lengri tíma. Staða peningamála er ein af lykilástæðum þess að Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að samningaferli vegna aðildarumsóknar að ESB verði klárað og málið til lykta leitt með þjóðaratkvæðagreiðslu.