fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ástandið, lögreglunjósnir og durtsháttur íslenskra karla

Egill Helgason
Mánudaginn 27. janúar 2014 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein Þórs Whitehed prófessors í tímaritinu Sögu hefur vakið mikla athygli. Þar fjallar hann um víðtækar persónunjósnir sem beindust gegn konum sem áttu að hafa lagt lag sitt við erlenda hermenn í stríðinu. Um þetta var fjallað í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.

Þetta eru býsna sláandi upplýsingar, bera vott um heimóttarskap, grimmd og mannfyrirlitningu. Þetta var gert að undirlagi stjórnvalda – og speglaði örugglega hugarfarið í samfélaginu á þessum tíma. Svona viðhorf voru til dæmis uppi í öllum stjórnmálaflokkum, bæði hægri og vinstra megin. Til verksins valdist fólk sem hefði getað sómt sér í lögregluliði hvaða alræðisríkis sem er.

En það voru líka til önnur viðhorf.

Árið 2001 kom út bók eftir Herdísi Helgadóttur þar sem hún lýsti „ástandinu“ eins og það var kallað. Bókin nefnist Úr fjötrum. Þar dregur hún upp allt aðra mynd af komu erlendu hermannanna. Herdís mundi þessa atburði að nokkru leyti sjálf. Hún var fædd 1929 og lést 2007. Bók hennar er mjög merk heimild.

Herdís sagði að þetta hefði að vissu leyti verið eins og frelsun undan durtshættinum í íslenskum karlmönnum. Samfélagið hefði opnast, og nýr heimur blasað við konunum. Meðal hermannanna voru karlar sem kunnu að umgangast konur af kurteisi og hæversku sem sárlega vantaði á Íslandi.

En hið íhaldssama íslenska samfélag brást ókvæða við – það er einföldun að segja að það hafi einungis verið karlaveldið – því siðapostular meðal kvenna voru líka í herferð gegn ástandinu. Að einhverju leyti blandaðist þarna inn í andúð á útlendingum og tortryggni einangraðrar smáþjóðar.

Hér má sjá brot úr bók Herdísar, þrjú dæmi:

„Þegar við mættum í skólann um haustið 1940 var okkur sagt að það væri brottrekstrarsök ef við skiptum okkur af hermönnunum….þetta var fanatík og vitleysa. Allar stúlkur sem sáust tala við hermenn, þótt þeir væru kannski bara að spyrja til vegar…. voru bara „Bretamellur “ ….Það voru svo mikilir hleypidómar… “

„Ég man að gift kona í næsta húsi við okkur tók að sér hermannaþvott….Umgangur hermanna um götuna jókst við þetta og sumir nágrannanna fussuðu og sveiuðu yfir þessu óþjóðlega háttarlagi velgiftrar konunnar. Hún hætti þessu eftir nokkrar vikur. Ég heyrði að eiginmaðurinn hefði bannað henni að afla sér tekna á þennan hátt og er viss um að umtal nágrannanna skipti þar meginmáli. “

„Hermenn voru svo kurteisir og hjálpsamir. Íslenskir karlar gösluðust áfram og tóku ekkert tillit til kvenna, sýndu þeim bara ókurteisi…. “

Mynd_0375184

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu