Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er ein helsta tískulögga Íslands. Hann vill að karlmenn sem sitja á Alþingi séu með hálsbindi – og engar refjar.
Það er ekki úr vegi að skyggnast aðeins í tengs hálsbinda og lýðræðis.
Í Aþenu til forna, þar sem er fyrirmynd nútímalýðræðis, tíðkuðust ekki hálsbindi.
Hálsbindi voru heldur ekki notuð í rómverska Senatinu. Þar voru öldungadeildarþingmennirnir í klæðnaði sem kallast „toga“.
Á hinu íslenska Alþingi á þjóðveldisöld tíðkuðust ekki hálsbindi. Þingmenn hafa líklega verið í kyrtlum og kannski með skikkjur.
Séu skoðaðar myndir af feðrum bandarísks lýðræðis er þeir ekki með hálsbindi, þótt greinilega hafi verið í tísku einhvers konar lín um hálsinn.
Þau hálsbindi sem við þekkjum verða eiginlega ekki til fyrr en í iðnbyltingunni – og komast í tísku fyrir alvöru snemma á tuttugustu öld.
Sagan kennir okkur að það er semsagt hægt að hafa starfhæft lýðræði án hálsbinda.
Á Alþingi til forna voru ekki hálsbindi. Þetta er málverk eftir Collingwood frá 1870. Svona sér hann þingstaðinn fyrir sér – líkt og fleiri útlendingar sem komu hingað og máluðu gerir hann fjöll aðeins hærri og dramatískari en þau eru í rauninni.