fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Verðtryggingarnefndin: Flokksformenn víðs fjarri

Egill Helgason
Laugardaginn 25. janúar 2014 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember voru tillögur skuldaniðurfellingarnefndarinnar kynntar með mikilli viðhöfn. Fréttamenn voru boðaðir í Hörpu, það var haldið mikil glærusýning, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson voru báðir viðstaddir.

Það var semsagt mikil alvara á ferðinni. Staðreyndin er líka sú að niðurstöðurnar voru ekki nema að hluta til komnar frá nefndinni heldur höfðu þær orðið til í löngum og ströngum samningaviðræðum milli flokksformannanna.

Ekkert af þessu tagi gerðist þegar tillögur verðtryggingarnefndarinnar voru kynntar nú í vikunni. Enginn ráðherra var viðstaddur. Blaðamannafundurinn var haldinn á stað sem líktist skólastofu. Það var engin viðhöfn – og, það sem skiptir meira máli, enginn pólitískur stuðningur.

Það er ekki hægt að segja eins og Ólafur Arnarson gerir að skýrsla nefndarinnar komi í bakið á forsætisráðherra og ríkisstjórninni. Þeir létu skuldaniðurfellinguna til sín taka meðan hún var enn á nefndarstiginu og hefðu getað gert slíkt hið sama hvað varðar verðtrygginguna. Staðreyndin er einfaldlega sú að málið er ekki komið á neinn rekspöl innan ríkisstjórnarinnar.

Enda segir Sigmundur Davíð að kannski verði hægt að afnema verðtryggingu, þrátt fyrir niðurstöðu nefndarinnar, en Bjarni Benediktsson segir að allt eins megi búast við frumvörpum byggðum á niðurstöðum nefndarinnar á þessu ári. Málið er semsagt órætt á ríkisstjórnarstigi.

Verdtryggingarblmf

Misjafnlega mikil alvara. Tillögur verðtryggingarnefndarinnar voru tilkynntar á stað sem líktist skólastofu á meðan tillögur um skuldaniðurfellingu voru kynntar í Hörpu að viðstöddum forsætisráðherra og fjármálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“