Að éta þorramat, hrútspunga, selshreifa, súrt slátur og svið – skola því svo niður með hvalabjór.
Það er örugglega rétt hjá Einari K. Guðfinnssyni að engum verður meint af, allavega ekki í svona eitt skipti.
Og eiginlega væri óskiljanlegt að neita lysthafendum um að neyta hvals í þessu formi.
En þetta er samt ógeðslegt.