fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Reuters: Ísland í frosti

Egill Helgason
Mánudaginn 20. janúar 2014 08:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt á vef Reuters dregur ekki upp sérlega bjarta mynd af íslenska efnahagslífinu.

Þar segir að Ísland sé í frosti á erlendum fjármagnsmörkuðum meðan ríki eins og Írland og Portúgal séu aftur að komast þar í náðina.

Í fréttinni segir að ávöxtunarkrafa á fimm ára íslensk ríkisskuldabréf sé nú 6,4 prósent og hafi hækkað úr 4,1 prósenti síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við.

Til samanburðar er nefnt að ávöxtunarkrafa á írsk skuldabréf sé 1,8 prósent og þau portúgölsku 3,8 prósent.

Í greininni er fjallað um gjaldeyrishöftin og fé kröfuhafa bankanna. Rætt er við fulltrúa þeirra sem segjast ekki ná sambandi við íslensk stjórnvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt