Í þættinum Viðtalinu, sem er á dagskrá Rúv eftir seinni fréttir á mánudagskvöld, ræði ég við Pál Hjaltason, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Umræðuefnið er nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem var samþykkt í lok síðasta árs. Mikill meirihuti borgarfulltrúa greiddi atkvæði með skipulaginu, eða 12 á móti 3. Skipulagið hefur verið í vinnslu síðan 2006.
Við ræðum ýmsa meginþætti skipulagsins, áhersluna á þéttingu byggðar, umferðarmál, þróunarása sem eru markaðir í gegnum borgina, uppbyggingu í hverfum og svo hvernig ráðgert er að mæta fjölgun ferðamanna.