fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Mun þjóðin afkristnast og verða upplausn að bráð?

Egill Helgason
Föstudaginn 3. janúar 2014 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég enginn sérstakur boðberi trúleysis. Mér finnst að hver eigi að hafa sína hentisemi í trúmálum – og mér er ekkert í nöp við það þótt prestar komi í skóla. Og auðvitað þarf fólk að þekkja menningararfinn sem má rekja til kristninnar.

Ég held raunar að slíkt kristni fáa – og afkristni þá varla heldur. Sonur minn gengur í skóla þar sem er farið með bænir á morgnana. Mér heyrist helst að honum sé slétt sama. Innan nokkurra ára verður hann undir miklum félagsþrýstingi að fermast. Því miður er fermingin eins og hún er stunduð á Íslandi býsna langt frá því að einlæg trúartjáning. Hún er ekki trúnni til framdráttar.

Hvað um það – alþingismaðurinn Brynjar Níelsson flutti ræðu þar sem hann hafði áhyggjur af því að með afkristnun þjóðarinnar yrði hún stuðlað að „upplausn og afmenningu“.

Nú er reyndar fátt sem bendir til að þetta sé raunin. Ég nefni rannsóknir Stevens Pinkers sem segir í frægri bók The Better Angels of our Nature  að fólk á Vesturlöndum sé orðið víðsýnna, umburðarlyndara, gagnrýnna, siðmenntaðra –  ofbeldi og kúgun hafi snarminnkað, ekki síst gegn konum, samkynheigðum og þeim sem eru af öðum kynþætti. Við hugsum líka betur um þá sem eru veikir og fatlaðir.

Því hefur jafnvel verið haldið fram að síðasta ár hafi verið hið besta í sögu mannkyns. Að sífellt séu fleiri jarðarbúar að lyftast upp úr fátækt, að sjaldan hafi verið minna um stríð, glæpatíðni fari lækkandi, fólk sé frjálsara og síður fordómafullt og lífslíkur þess batni stöðugt

Það er athyglisvert að sjá land eins og Írland. Það upplifiði miklar efnahagsframfarir á árunum frá 1980 til 2008. Þrátt fyrir efnahagsörðugleika er Írland býsna langt frá því að vera það fátæktarbæli sem ég kynntist á ferðalögum þangað í lok áttunda áratugarins. Þá upplifði maður kverkatak kirkjunnar á samfélaginu og endalaust gamaldags rövl um Írska lýðveldisherinn og máttvana hatur á Englendingum. Þetta var eins og að ganga inn í forneskju.

Írland fór að breytast með velmeguninni. Það voru tvær stofnanir sem töpuðu mest á henni – kirkjan og IRA.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær