fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

16. febrúar 1970 – smá veðursagnfræði

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. desember 2015 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Möller hæstaréttarlögmaður var svo vinsamlegur að benda mér á að veðrið sem ég skrifaði um í pistli í gærkvöldi hefði sennilega verið 16. febrúar 1970. Þá, eins og ég lýsti, var óveður með mikilli snjó um morguninn, en upp úr tíu lægði, snjókomunni slotaði, og börn nutu skólafrís og fóru út að leika sér í fannferginu.

Jakob segir að þennan dag hafi verið 50 ára afmæli Hæstaréttar, það hafi verið kolófært í bænum, og snjóbíll hafi verið sendur til að sækja saksóknara ríkisins, Valdimar Stefánsson, sem bjó á horni Ægissíðu og Hofsvallagötu.

Hér má sjá hvernig Morgunblaðið sagði frá veðrinu daginn eftir.

 

Screen Shot 2015-12-01 at 10.04.03

 

Og mig misminnir greinilega ekki varðandi hvað þetta var mikill sæludagur fyrir börnin.

 

Screen Shot 2015-12-01 at 10.05.11

 

Í dag var ekki gefið sérstaklega frí í skólum vegna veðurs. Nú er hins vegar komin snjókoma og skafrenningur og færðin verulega tekin að spillast. Það var ekki vandamál að koma krökkunum í skólann, en spurning hvernig verður að koma þeim heim aftur seinna í dag. Skólarnir eru náttúrlega að nokkru leyti geymslustaðir líka – ef börnin eru heima er hætt við að „stöðvist hjól atvinnulífsins“. Og það má náttúrlega ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis