fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Kontrapunktur tribute – já, þetta var dægilegt sjónvarpsefni

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. nóvember 2015 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Berlín er tekinn upp þessa helgi sérstök tribute útgáfa af Kontrapunkti, samnorræna sjónvarpsþættinum sem var sýndur með hléum frá 1964-1998. Kontrapunktur var spurningakeppni um klassíska tónlist, afar fræðandi, mjög menningarleg og furðulega vinsæl.

Íslendingar tóku þátt í Kontrapunkti um hríð, ég man eftir keppendum eins og Valdimar Pálssyni, Gylfa Baldurssyni og Ríkharði Erni Pálssyni, en á þessum árum urðu keppendurnir sumir celeb um Norðurlöndin. Ég man að ég gekk að Finna einum á tónleikum í Háskólabíói fyrir margt löngu og spurði:

„Ert þú Mats Liljeroos?“

Mats var líklega yngsti maðurinn sem nokkurn tíma keppti í Kontrapunkti, hann var í sigurliði Finna 1998, en árin áður höfðu Norðmenn nánast einokað keppni sína, enda höfðu þeir í liði sínu mann sem nefnist Kjell Hillveg, hæglátan náunga sem vissi nánast allt um tónlist.

Stjórnandinn var hinn óviðjafnalegi Sixten Nordström frá Svíþjóð – þetta var norræn samvinna eins og hún gerist best. Spurningarnar voru byggðar upp með aðleiðslu, keppendur færðu sig nær höfundi, verki og ártali, og enduðu jafnvel á ópusnúmeri og tóntegund.

Sjálfur gat maður stundum rétt um höfund og tónverk – en restinni náði maður síður. Ég hef aldrei verið sterkur í ópusnúmerunum. En áhorfendur gátu semsagt tekið þátt á sinn hátt, það var ein snilldin við Kontrapunkt.

En nú er semsagt vitnað í Kontrapunkt í samnorrænni tónlistarspurningakeppni sem haldin er í sendiráði Norðurlandanna í Berlín. Þar er áherslan á nútímatónlist, en í íslenska liðinu eru Daníel Bjarnason, Guðný Guðmundsdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason.

Þetta minnir mann á hvað Kontrapunktur var dægilegt sjónvarpsefni, rólegt og gott. Það þarf ekki alltaf að vera með þennan asa í sjónvarpi.

 

images-20

Fyrst var Kontrapunkti stjórnað af sænska tónlistarmanninum Sten Broman, það sáum við aldrei hér á Íslandi, þegar þátturinn barst hingað og við fórum að taka þátt var stjórnandinn Sixten Nordström, einnig Svíi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis