fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hvaða gagn gera loftárásir á Sýrland?

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. nóvember 2015 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlandabúar voru ekki svo ákafir að varpa sprengjum á Sýrland meðan þar geisaði borgarastríð sem litlum fréttum fór af í heimspressunni. Þá fékk harðstjórinn Assad að murka lífið úr þjóð sinni, varpa á hana svokölluðum tunnusprengjum, fangelsa og pynta, en engum datt í hug að fara að kasta sprengjum á hann.

Það er ekki fyrr en áhrifa stríðsins fer að gæta á Vesturlöndum að ríkisstjórnir gerast ákafar í að hefja sprengjuárásir.

Að miklu leyti er þetta spurningin um að „gera eitthvað“ eða sýnast gera það. Vilji menn ráða niðurlögum Isis hratt verður það varla gert nema með landhernaði. En hvorki Vesturlönd né ríki í Arabaheiminum eru til í að fara út í slíkt ævintýri. Á meðan er látið nægja að sprengja Isis í borginni Raqqa þar sem er eitt höfuðvígið.

Meðal afleiðinga þessa er að mikill fjöldi óbreyttra borgara fellur – Isis skýlir sér innan um almenning, þá sem hafa ekki náð að flýja, konur og börn. Hefði einhverjum komið í hug að sprengja almenning í  Belfast úr lofti til að ráða niðurlögum Írska lýðveldishersins?

Þetta er afar vafasöm hernaðarlist eins og kemur fram í þessu viðtali við flóttamenn frá Raqqa sem hvetja bresku ríkisstjórnina til að fara varlega í að slást í lið með þeim sem gera loftárásir á borgina. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur líka varað við þessu – en í því móðursýkisástandi sem nú ríkir þykir slíkt óþjóðhollt.

En flækjustigið er mjög hátt. Í Sýrlandi er eins og allir séu á móti öllum. Fólkið í Raqqa vill ekki sjá Kúrda sem hafa barist harðast gegn Isis. Þeir segja að tilvera Isis henti Assad forseta í raun mjög vel – hann er allt í einu farinn að líta vel út í augum Vesturlanda þótt hann hafi veri mun stórtækari í morðum í borgarastríðinu. Og Rússar eru á sínu einkaflippi við að sýna mátt sinn og megin, þeir kasta sprengjum á óvini Assads, hvort sem það eru Isis eða ekki. Rússnesku orrustuvélinni sem var skotin niður var beint gegn sveitum Sýrlendinga sem eru af túrkmenskum uppruna – þetta fólk er náskylt Tyrkjum, en Túrkmenarnir berjast bæði gegn Assad og gegn Isis.

Vonirnar um frið eru náttúrlega engar á meðan hver otar sínum tota með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis