

Nýskeð fór fram angistarfull umræða um brottflutning fólks frá Íslandi – en mátti reyndar sums staðar greina Þórðargleði. Um þetta var skrifað fram og aftur og það rætt í þáttum. En kann að vera að umræðan hafi verið tilefnislaus – út í bláinn?
Sú er að minnsta kosti raunin ef marka má tölur sem Hagstofan birti í dag. Þarna birtist þessi skýringartexti, og er reyndar nokkuð lengri:
Sé hlutfall íslenskra ríkisborgara sem flytja til og frá landinu á mismunandi aldursbili (af heildarfjölda aðfluttra og brottfluttra) árið 2015 borið saman við sambærilegt hlutfall áranna 1986 til 2014 fæst niðurstaðan að engar markverðar breytingar hafi átt sér stað árið 2015. Aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár. Þessi niðurstaða á við hvort sem horft er til búferlaflutninga hjá einstaklingum eða kjarnafjölskyldum.
Og svo þetta línurit:
