fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Við sigrum ef við verjum hið opna samfélag

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. nóvember 2015 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í móðursýkiskenndu ástandi geta menn tekið ákvarðanir sem byggja á skammsýni, stundarhagsmunum, vondum upplýsingum, hálftrylltri fjölmiðlaumræðu.

Innrásin í Afganistan var til dæmis sérlega vont og vanhugsað viðbragð við árásinni á Tvíburaturnana. Niðurstaðan var sú að vestræn ríki sátu uppi með hernað sem skilar litlu og er erfitt að komast úr.

Innrásin í Írak var ef til vill glæpsamlegt viðbragð við hryðjuverkum, þ.e. hryðjuverk voru ein átyllan fyrir henni. Við erum enn að súpa seyðið af þessum gerræðislega stríðsrekstri sem hleypti öllu í bál og brand og hefur síðan smitast út til nágrannaríkja.

Fátt hefur fóðrað hryðjuverk eins og þessi innrás. Eins og sagði í grein sem birtist hér um daginn, Íraksstríðið var móðir Daesh, faðirinn er Saudi-Arabía.

If you break it, you own it, varð Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eitt sinn að orði um Íraksstríðið. Þeir sem sprengja þjóðir aftur á steinöld, þurfa að taka þátt í að byggja upp aftur. Þannig var það í Þýskalandi og Japan eftir stríðið og tókst furðu vel – jafnvel þótt þessi ríki hefðu gerst sek um skelfilega stríðsglæpi. Annars er hætt við að átökunum linni aldrei, stríðið gangi stöðugt aftur.

Powell gat því miður ekki lifað eftir þessum orðum sínum, hann var einn af raðlygurunum sem stóðu fyrir Íraksstríðinu.

Það er alið á hysteríu vegna hryðjuverka – og athyglin beinist að flóttamönnum sem eru beinlínis að flýja öflin sem standa fyrir hryðjuverkum. Tónninn í forsetaframbjóðendum Repúblikana er orðinn svo  herskár að upp í hugann koma fangabúðir og fasismi. Það er sár vöntun á stjórnmálamönnum af því taginu sem kalla má statesmen.

En það er nóg af pólitískum smámennum sem eru að þjóna skammtímahagsmunum sínum. Pútín sprengir af því hann vill að Assad haldi völdum og til að sýna að Rússar eru menn með mönnum í veröldinni, Hollande sprengir vegna þess að hann er hræddur um að ef  hann sýnist ekki nógu harður muni hann falla í kosningum – og Front National jafnvel komast til valda. Obama forseti fer fyrir Bandaríkjum sem eru brennd af Írak og Afganistan, hafa glatað miklu af áhrifavaldi sínu í veröldinni, hann er  helst gagnrýndur fyrir að halda að sér höndum, fyrir að skilja eftir valdatóm.

Hryðjuverkaógn er náttúrlega til staðar, en efnislegur skaði sem hryðjuverkamenn geta valdið er þó afar takmarkaður. Það eru fleiri óbreyttir borgarar sem bíða bana vegna loftárása Frakka í Sýrlandi en dóu í hryðjuverkaárásunum í París – það er hollt fyrir okkur að muna það. En hryðjuverk hafa mikil áhrif á sálarlíf einstaklinga og þjóða. Þau koma okkur úr jafnvægi umfram aðra ógn sem kann að vera meiri.

Lykilatriði í að bregðast við er að fara ekki á taugum, heldur halda fast í vestræn gildi frelsis og mannúðar. Hin leiðin, að sprengja, vopnvæðast, loka landamærum, hunsa neyð flóttafólks, orðræða tortryggni og haturs – það er sigur fyrir hryðjuverkamennina og ósigur hins opna samfélags sem við þurfum að verja, jafnt hér á Íslandi og í Evrópu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis