fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Minningargluggi um Kennedy í Lækjargötu 1963

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. nóvember 2015 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd kom upp úr kassa í tiltekt hér heima. Eins og greina má ef rýnt er í myndina er hún komin úr gleraugnaversluninni Fókus sem var í Lækjargötu í eina tíð. Sigurveig kona mín rak síðar veitingastað í sama húsi, það er sjálfsagt skýringin á því að myndin er hingað komin.

Myndin er augljóslega tekin 1963. Þarna hefur verið settur upp sérstakur minningargluggi um John F. Kennedy, hinn myrta Bandaríkjaforseta. Það eru blóm í glugganum, kerti, mynd af Kennedy, dökk tjöld, allt með miklum virðuleikablæ.

Sýnir hvílíkur harmdauði þessi stjórnmálamaður var heimsbyggðinni, en þess má líka geta að eigendur búðarinnar voru Frank Cassata og kona hans Áslaug Kjartansdóttir. Frank Cassata var Bandaríkjamaður af ítölskum ættum sem kom til Íslands með Bandaríkjaher í heimsstyrjöldinni en settist síðar að hér.

 

IMG_6928

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis