

Vinur minn á Spáni benti mér á þessar myndir – þær eru komnar af spænskum femínistavef. Segir að þarna séu dæmi um hreinræktað feðraveldi.
Á fyrri myndinni er ráðstefna í Saudi-Arabíu um konur. En það er enga konu að sjá.

Á seinni myndinni er biskupaþing kaþólsku kirkjunnar um málefni fjölskyldunnar. En það er ekkert fjölskyldufólk að sjá. (Hér má lesa að íhaldsöflin hafi haft betur á ráðstefnunni, kemur kannski engum á óvart.)
