fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Misjöfn viðbrögð við orðum Ólafs Ragnars

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. nóvember 2015 21:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta við hryðjuverkunum í París í síðustu viku vekja miklar umræður – og það er ljóst að þau sameina ekki þjóðina, heldur auka fremur á ágreining og deilur.

Tveir sérfræðingar íslenskir í alþjóðamálum hafa tjáð sig um framgöngu Ólafs Ragnars í dag.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar nokkuð langan pistil á Facebook og segir:

Þrennt er einkum athyglisvert við framgöngu forseta Íslands eftir hryðjuverkin í París – og þrjár spurningar vakna í kjölfarið. 1. Forsetinn notar ekki voðaverkin til hugga og stuðla að samstöðu þjóðarinnar heldur hagar orðum sínum á þann hátt að þau sundra og ala á tortryggni í garð múslima. 2. Forsetinn notar tækifærið og kemur einu helsta stefnumáli sínu á framfæri, þ.e. að Ísland taki ekki þátt í samvinnu ríkja Evrópu. 3. Forsetinn notar einkum fjárhagsleg rök fyrir því að við eigum að ganga úr Schengen en ekki öryggissjónarmið. Spurt er: A) Sáuð þið viðbrögð Vigdísar Finnbogadóttur fyrir framan franska sendiráðið í sjónvarpsfréttum RUV daginn eftir voðaverkin? B) Er núverandi forseti að nota tækifærið og kanna stuðning við áframhaldandi setu á Bessastöðum? C) Heldur forseti Íslands að landsmönnum gangi betur að verja sig gegn hryðjuverkum með því að hætta samstarfi við lögregluyfirvöld innan Schengen? – Eitt að lokum – ef ég þekki starfssemi sendiráða ríkja Evrópu og Bandaríkjanna hér á landi rétt þá munu þau flest í þessari viku senda skýrslu um það til sinna ríkisstjórna að forseti Íslands hafi ljáð máls á því að Íslands gengi úr Schengen. Það séu markverðustu tíðindin héðan eftir voðaverkin. – Og svo eru ummæli forsetans enn athyglisverðari ef haft er í huga aukin samvinna Evrópuríkja í kjölfar árásarinnar og ákvörðunar ríkja Evrópusambandsins að virkja samstöðuákvæði Lissabon-sáttmálans um sameiginlegar og gagnkvæmar varnir. – Um það þarf að fjalla í lengra máli ….

En Jón Ormur Halldórsson, sem hefur skrifað bækur og greinar um alþjóðamál,  er stuttorðari þegar hann segir:

Ég held að nánast eina samfellan í málflutningi ÓRG í hálfa öld sé gamaldags þjóðremba sem aðstæðna vegna snýr oft að Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis