fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Brot úr sögu húss við Bergstaðastræti

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurveig kona mín er með sælkerabúðina sína í Bergstaðastræti 4, þar við hliðina er nú búin að opna stórglæsileg verslun Geysis, í húsnæði þar sem áður var Tösku- og hanskabúðin.

Þetta er á spotta sem er milli Laugavegs og Skólavörðustígs. Þetta er lítið steinhús og eftir því sem ég kemst næst var það byggt 1911, Páll Líndal segir í Reykjavíkurbók sinni þarna hafi áður verið tómthúsbýli sem nefndist Litlu-Bergsstaðir.

Margvísleg starfsemi hefur verið í húsinu og það er skemmtilegt að sjá hvernig hún hefur sett mark sitt á það. Þarna var í upphafi eldsmiðja og enn má sjá leifar af ofninum.

 

IMG_6916

 

Fyrir utan húsið er svo gerði og þar er þessi krókur sem hefur verið notaður til að binda hross sem hafa verið járnuð í smiðjunni.

 

IMG_6919

 

Í mínu ungdæmi var þarna afar smört tískuvöruverslun sem nefndist Kastalinn og voru þar jafnvel sérhönnuð föt fyrir ungt fólk eins og sjá má í þessari Morgunblaðsfrétt frá 1973. Þar er Erlingur Björnsson, gítarleikari Hljóma, að máta mjög sumarlegan jakka.

 

Screen Shot 2015-11-19 at 14.14.19

 

Húsið hefur svo verið notað í ýmsum tilgangi. Þarna hafa listamenn haft vinnustofur og svo var þarna lengi Árni Höskuldsson gullsmiður. Sumt í starfseminni hefur sett mark sitt á húsið.

Hér má til dæmis sjá hólk sem er á karmi útidyranna. Þetta kallast mezuzha og er komið úr gyðingdómi. Inni í honum er skjal með texta úr Torah. Fyrri ábúandi setti þetta upp og nú er það partur af húsinu. Væri fráleitt að taka það niður.

 

IMG_6917

 

Og hér er svo húsið eins og það lítur út í dag.

 

matarkistan

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis