fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Mjög gagnlegt skýringamyndband um borgarastríðið í Sýrlandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er sérlega skilmerkilet myndband sem er vel þess virði að eyða fimm mínútum í að horfa á. Þarna er rakin saga átakanna í Sýrlandi og flokkadrættir skýrðir út.

Íran, Hezbollah og Rússland standa með Assad. Rússar eru gamlir bandamenn Assadfeðganna, en hvað varðar Íran og Hezbollah er skýringin sú að þarna eru shía-múslimar á ferð.

Sé þetta trúarbragðastríð, þá er það innbyrðis stríð innan íslam, mill shía og súnní múslima.

Saudi-Arabar og ríki við Persaflóa auk Jórdana styðja uppreisnarhreyfingar gegn Assad og það gera Tyrkir með sínum hætti – nokkuð á laun.

Kúrdar eru í raun einir á báti, eins og þeir hafa alltaf verið.

En Bandaríkin hafa verið að reyna að styðja uppreisnina gegn Assad sem hófst með lýðræðislegum mótmælum 2011 – uns Assadstjórnin fór að skjóta á fólkið – án þess þó að styðja Isis/Daesh. Það er stjórn Assads sem ber ábyrgð á langmestu mannfallinu í stríðinu og dauða fjölda saklausra borgara, meðal annars með því að nota efnavopn.

Þegar uppreisnin hófst runnu bókstafstrúaröflin á bragðið og þyrptust til Sýrland – og þá ekki síst frá Írak. Eitthvað af því eru leifarnar af her Saddams Hussein – sem Bandaríkjamenn gerðu ægileg mistök þegar þeir leystu hann upp. Assad er reyndar sagður hafa látið ofsatrúarmenn lausa úr fangelsum svo þeir gætu gengið til liðs við uppreisnaröflin – til að sverta þau í augum heimsins.

Al Queda kom snemma á vettvang, en síðar kom til skjalanna enn ofsafengnari hreyfing, ættuð frá Írak, semsagt Isis/Daesh, Hið íslamska ríki Íraks og Sýrlands. Hreyfingin berst ekki sérstaklega gegn Assad, heldur gegn hinum uppreisnarhópunum og Kúrdum. Tilraunir Bandaríkjanna til að styðja hófsamari uppreisnaröfl til að berjast gegn Isis/Daesh hafa mistekist hrapallega.

Tyrkir varpa sprengjum á sveitir Kúrda – á sama tíma og Kúrdarnir eru að berjast gegn Isis/Daesh í Sýrlandi. En staða Assad veikist stöðugt og hann tapar landsvæðum uns Rússar koma til skjalanna með meiri stuðning. Rússar segjast ætla að gera sprengjuárásir á Isis/Daesh en í raun eru þeir að varpa sprengjum á þá sem berjast gegn Assad, líka sveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjanna.

Glundroði, mörg erlend ríki sem eru að hæra í pottinum – og enginn endir í sjónmáli.

 

https://www.youtube.com/watch?v=Cgi9tz3IZWQ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis