
Maður er svolítið hugsi yfir því hvað það er sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þorir ekki að segja hug sinn um – og aðrir ráðamenn í Evrópu, ef marka má hann.
Sigmundur er þó kannnski ekki alveg maðurinn til að tala fyrir munn þeirra allra, en hann nefnir einhvern pólitískan rétttrúnað sem á að standa í vegi fyrir því að forsætisráðherrar segi skoðun sína.
Í samræðum á Facebook bendir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á að þetta geti verið það sem kallast dog whistle politics eða hundablístrustjórnmál.
Þetta eru skilaboð sem að vissu leyti á dulmáli. Þorra almennings finnst að þau þýði eitt, en ákveðinn hópur, sem í raun er verið að höfða til, leggur í þau aðra og dýpri merkingu.