

Það berast fréttir af hræðilegum hryðjuverkaárásum í París. Tala látinna hækkar stöðugt.
Það sem virkar einna hryllilegast á mann er að árasirnar beinast að almenningi. Þetta eru ekki skotmörk sem hafa neina þýðingu, ekki einu sinni opinberar byggingar, hvað þá hernaðarmannvirki, heldur eru þetta venjulegir staðir þar sem venjulegt fólk kemur saman.
Fólk sem er ekki aðili að neinu stríði.
Hér er barinn Le Carillon sem sagt er að hafi orðið fyrir árás. Þetta er ódýr, hversdagslegur staður.

Og hér er veitingahúsið Le Petit Cambodge sem líka er sagt að hafi verið ráðist á. Mjög venjulegt. Gestirnir virka ungir. Hvernig velja menn svona stað sem skotmark?

Tveir ofantaldir staðir eru nálægt Canal St. Martin. En í fréttum er líka sagt frá árás á tónleikastaðinn Bataclan. Þar var að spila í kvöld hljómsveitin Eagles of Death Metal.

