fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Sturlaðir vextir

Egill Helgason
Föstudaginn 13. nóvember 2015 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega bilun að þessi þjóð skuli búa við 6 prósent vexti – sem fara hækkandi – meðan vextir í nágrannalöndum eru í kringum 1 prósent.

Og það er enn bilaðra að svona verður þetta nær örugglega til langframa – það er ekkert að gerast sem bendir til þess að þetta breytist. Ekki verður séð að stjórnvöld hafi nein áform um slíkt.

Þetta þýðir einfaldlega að fjármögnun er óbærilega dýr á Íslandi. Ef maður fær lánaða peninga til að byggja upp fyrirtæki á Íslandi verður það að skila skjótum hagnaði. Hæg uppbygging og til langframa er eiginlega ekki í boði.

Skjóttekna gróðann er núna að finna ferðaþjónustunni, hversu lengi sem það endist, en annars dettur manni ekki í hug mikið af starfsemi sem myndi standa undir svona vöxtum – kannski helst kannabisrækt (það er raunar sagt að Íslendingar séu orðnir sjálfum sér nógir um hana og að þeir rækti úrvals efni).

Stóru fyrirtækin á Íslandi eru fyrir utan þessa vaxtaáþján, þau hafa aðstöðu til að fjármagna sig í erlendum gjaldmiðlum. Icelandair kaupir ekki flugvélar á þessum vöxtum og Samherji byggir ekki upp flota sinn á þeim.

Nei, það eru litlu fyrirtækin og almenningur sem búa við vaxtasturlunina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn