fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Var stöðugleikaskatturinn sjónarspil?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. nóvember 2015 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Voru hugmyndir um svonefndan stöðugleikaskatt í tengslum við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna einungis sjónarspil?

Það virðist vera grunntónninn í pistli sem Sigrún Davíðsdóttir flutti í Spegli Ríkisútvarpsins. Sigrún hefur sett sig manna best inn málefni bankanna og talar um sjónarspil í sambandi við stöðugleikaskattinn, niðurstaðan hafi í raun verið leið „sem þá var aðeins nefnd í aukasetningu, stöðugleikaframlag og nauðasamningar stóru bankabúanna.“

Í pistli Sigrúnar kemur fram að á blaðamannafundi í júní hafi ríkisstjórnin lagt áherslu á að stöðugleikaskattur myndi skila 850 milljörðum króna, líkt og þetta hafi verið sú útkoma sem stjórnin sóttist eftir. Svo hafi hins vegar ekki verið, fjármálaráðherra hafi aldrei viljað fara þessa skattaleið.

Í viðtali við Spegillinn eftir nýlega kynningu á úttekt Seðlabankans á stöðugleikaframlagi hafnaði fjármálaráðherra því að skattinum hefði verið veifað til að hræða kröfuhafa til samninga. Aðrir hafa getið sér þess til að eftir miklar yfirlýsingar Framsóknarflokksins um hvað fengist gæti út úr uppgjörum búanna hafi verið erfitt að bakka með stóru tölurnar.

Menn geta haft sínar skoðanir á af hverju júní-tillögurnar eru svo eðlisólíkar útkomunni nú. En niðurstaðan er alla vega að eftir ofuráherslu á stöðugleikaskatt er útkoman stöðugleikaframlag sem aðeins var nefnt í aukasetningu í júní og er innan við helmingur þess sem skattur var sagður skila.

Í pistlinum segir Sigrún að bæði Bjarni Benediktsson og Már Guðmundsson hafi margítrekað að uppgjör búanna ætti ekki að vera fjáröflunarleið fyrir ríkið, ólíkt því sem Framsóknarflokkurinn hamraði á í kosningabaráttunni síðustu. Þessi ólíki skilningur á eðli aðgerðanna sé ein aðalástæða þess að niðurstaðan nú er svo gerólík skilaboðunum frá því í júní.

Sigrún efast ekki um að ávinningur sé að því að losna við gjaldeyrishöftin sem nú eru við lýði. Kostnaðurinn við þau sé mikill. En fjárhæðirnar sem um er að ræða með stöðugleikaskatti og stöðugleikaframlagi séu ósambærilegar. Skatturinn hefði getið af sér dómsmál og óvissa útkomu og tafið afléttingu haftanna. Engu að síður vakni spurningar um framsetningu málsins:

Úr röðum Alþingismanna heyrir Spegillinn ergelsisraddir um að í stað skýrra skilaboða hafi stjórnin frá því í sumar kosið blekkingu og sjónhverfingar og þá efasemdir um að þetta hafi verið besta leiðin til að afla stuðnings við tillögurnar sem í raun skila góðri útkomu fyrir þjóðarbúið.

Pistil Sigrúnar Davíðsdóttur má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn