fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hagsmunaskrímslið og slóð peninganna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. nóvember 2015 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölur um styrki til stjórnmálaflokka samkvæmt árskýrslum þeirra sem birtust í Íslandi í dag skýra íslensk stjórnmál ágætlega, betur en margt annað. Þar kom í ljós að 80 prósent af styrktarfé frá fyrirtækjum rennur til núverandi stjórnarflokka. Þarna er peningaslóðin.

Það kemur í ljós að fyrirtæki í sjávarútvegi styrkja stjórnmálaflokkana um 14,5 milljónir, af þessu renna 9 af hverjum 10 krónum til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin fær eitthvað lítilræði en VG, Píratar og Björt framtíð ekki neitt. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum og Grindavík styrkja bara stjórnarflokkana, ekki aðra.

Ferðaþjónustan styrkir stjórmálaflokka sáralítið, þar er lítil hefð fyrir því að kaupa áhrif með þeim hætti, en fjármálafyrirtæki styrkja stjórnarflokkana um 7,7 milljónir en stjórnarandstöðuna um 3 milljónir – samkvæmt Íslandi í dag.

En bygginga- og fasteignafyrirtæki styrkja stjórnarflokkana um 9,6 milljónir en stjórnarandstöðuflokka um 2 milljónir.

Eitt af því sem er að fara með íslensk stjórnmál, veldur ógeði hjá kjósendum og stuðlar líklega að vinsældum Pírata, er hin grimma hagsmunagæsla stjórnmálaflokka, hin stóru hagsmunakerfi sem virðist ekki hægt að hrófla við.

Þessar tölur gefa okkur smá mynd af því hvernig það skrímsli lítur út.

 

Screen Shot 2015-11-04 at 10.14.38

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins