fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Listakona sem flaug hátt í stórborgum en endaði snauð og vanmetin á Íslandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. nóvember 2015 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni annað kvöld rekjum við sögu listakonunnar Nínu Sæmundsson eins og hún birtist í nýrri bók um líf hennar og list eftir Hrafnhildi Schram. Ævi Nínu er dramatísk og mikið um óvæntar vendingar.

Hún var sveitastúlka austan úr Fljótshlíð, fædd 1892, ein 15 systkina, sum dóu. Hún brýst til mennta, fer í listaakademíuna í Kaupmannahöfn og verður myndhöggvari fyrst íslenskra kvenna. Í Kaupmannahöfn kynnist hún ungum manni og þau trúlofast, en þau fengu bæði berkla. Þau voru aðskilin, hann andaðist, hún lifði en var veikluð alla sína ævi.

Síðar flytur hún til Parísar, vinnur listsigur þar á stórri sýningu með höggmyndinni Móðurást sem hefur staðið um langt árabil í miðbæ Reykjavíkur. Þaðan fer hún til New York og vinnur annan listsigur, í þetta sinn með höggmynd sem er fyrir utan glæsihótelið Waldorf Astoria.

En kreppan setur strik í reikninginn og hún flytur til Kaliforníu, sest að í Hollywood og tekur þátt í að búa til muni sem eru notaðir í kvikmyndaleikmyndir. En sérgrein hennar voru mannamyndir og hún gerði margar slíkar, meðal annars af leikkonunni Hedi Lamarr. Í Hollywood bjó hún með konu að nafni Polly James, þær voru sambýliskonur í tuttugu ár, en Polly var handritshöfundur, skrifaði meðal annars vestra, til dæmis Roy Rogers.

Á sjötta áratugnum flytur Nína svo heim til Íslands. Hér er reist eftir hana höggmyndin Hafmeyjan í Tjörninni, en hún var sprengd á gamlárskvöld 1960. Einhverjum þótti það fyndið, en í raun var þetta óþokkaverk. Nínu sárnaði mjög og mun varla hafa náð sér af þessu. Hér á Íslandi bjó hún við þröngan kost þar til hún andaðist 1965

Hún var vanmetin hér heima, þessi kona sem hafði unnið við list sína í helstu stórborgum. Hrafnhildur Schram rekur þessa örlagasögu um leið og hún gerir grein fyrir listsköpun Nínu, en á sama tíma og bókin kemur út opnar sýning á verkum Nínu í Listasafni Íslands.

 

url-18

Höggmynd Nínu við Waldorf Astoria hótelið í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins