fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Nokkrar brotalamir í Rúv-skýrslu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. október 2015 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á umbrotatímum þar sem rekstur fjölmiðla er í uppnámi. Dagblöð eru varla nema svipur hjá sjón, fara unnvörpum á hausinn, þau sem lifa eru með miklu færri starfsmenn en áður og hafa minna umleikis. Áhrif þeirra eru heldur ekki neitt í líkingu við það sem var.

Og í ljósvakamiðlum kemur þetta einkum fram í því að áhorf á svokallaða línulega dagskrá dregst saman, fjölmiðlanotkunin er einfaldlega öðruvísi en var. Við stöndum á tímamótum, í miðjum breytingum sem eru ekki gengnar yfir –  þótt margir séu að horfa á netinu og í tímaflakki er þó meirihlutinn enn að nota línulegu dagskrána hér á Íslandi.

Tíminn þegar þetta verður allt flutt á netið í bútum er semsagt ekki kominn og kannski verður hann aldrei. Þar má nefna að hefðbundinn bóklestur hefur aftur sótt í sig veðrið, lestur rafbóka þykir ekki jafn spennandi og áður.

Breytingarnar eru mestar meðal ungs fólks. Maður óttast raunar að úr grasi sé að vaxa kynslóð sem sér varla neitt íslenskt fjölmiðlaefni. Enskan er allsráðandi. Verði þetta þróunin er íslensk mál- og menningarstefna í raun unnin fyrir gýg. Viðbrögðin eru furðulega lítil.

Maður getur líka velt fyrir sér hvaða áhrif þessi þróun hefur á upplýsingaflæðið í samfélaginu. Ef fjölmiðlar eru fáir og smáir og tvístraðir út um allt internetið er hætt við að allt drukkni í kakófóníu þar sem grautast saman upplýsingar, áróður og skoðanir. Maður skynjar þennan glundroða í þjóðfélagsumræðu dagsins – hvar er hægt að fá alvöru upplýsingar?

Við þurfum að hafa sterka fjölmiðla sem geta skoðað mál af alvöru, hafa efni á að beita rannsóknarblaðamennsku, fjölmiðla sem hægt er að treysta, bogna ekki undan þrýstingi.

Birt er ný skýrsla um Ríkisútvarpið. Umræðan er fróðleg, en sum viðmiðin eiga ekki alveg við. Eitt vandamál Ríkisútvarpsins síðustu ár er í raun hvað það er viðkvæmt, berskjaldað fyrir pólitískum öflum – það er óþolandi að RÚV þurfi á hverju ári að fara bónarveg til stjórnvalda sem það á eðli málsins samkvæmt að veita aðhald. Er minnst á það í skýrslunni?

Það er líka hætt við að skýrslan nýja magni enn upp þennan þrýsting. Sumt í skýrslunni stenst mjög illa. Það er ekki hægt að bera saman fjárhag Ríkisútvarpsins og 365 – ég hef unnið á báðum stöðum og tala af reynslu. Kröfurnar sem eru gerðar til 365 eru allt aðrar en til Ríkisútvarpsins. Rás 1 er ekki sambærileg við Bylgjuna. Sjónvarpið með alla sína innlendu dagskrárgerð og starfsemi út um allt land er eðlisólíkt Stöð 2.

Það sem er kannski einna geigvænlegast núna er sú þróun að öll fjölmiðlun komist smátt og smátt undir síma- og netfyrirtæki. Að fjölmiðlar verði undirdeildir, bara eins og skúffur, í slíkum fyrirtækjum sem ganga aðallega út á að græða á umferðinni á internetinu. Þá er hætt við að frelsi fjölmiðla fari fyrir lítið.

Annað sem stingur í augu er sú niðurstaða að Ríkisútvarpið sé dýrara á haus en til til dæmis BBC eða DR. Jú, en hvernig getur það öðruvísi verið? Við erum örþjóð að reyna að halda uppi alls kyns stofnunum eins og milljónaþjóðir, mestanpart vegna þeirrar gömlu sannfæringar (sem kannski er á undanhaldi) að menning okkar og tungumál skipti máli.

Sumar þessara stofnana hafa verið til frá því áður en við urðum lýðveldi, þegar Íslendingar voru færri og miklu snauðari en nú. Við komum alltaf einkennilega út þegar höfðatölureikningurinn byrjar; útreikningur af því tagi verður Íslendingum alltaf í óhag, hvað kostar Listasafn Íslands á haus, nú eða Þjóðleikhúsið, Sinfónían, Veðurstofan, Stjórnarráðið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins