fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Þjarmað að David Cameron, lávarðar snúast á sveif með Verkamannaflokknum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. október 2015 07:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron átti ekki sérstaka sæludaga áður en hann kom til Íslands. Hann er nátturlega í forsvari fyrir hægri stjórn sem er í óða önn að skera niður breska velferðarkerfið og grafa undan heilbrigðisþjónustunni – svo megi einkavæða hana.

En Cameron lenti í smá hindrun þegar Lávarðadeildin felldi frumvarp um að skera niður skattaafslætti sem efnalítið fólk hefur notið. Þetta getur þýtt að fátækt fólk þarf að borga mun hærri skatta. Lávarðadeildin hafnaði þessu, jafnvel þótt Íhaldsmenn hafi haft uppi mikinn viðbúnað, eins og til dæmis að mæta með söngleikjahöfundinn Andrew Lloyd-Webber í þingsalinn, en hann hefur ekki sést þar síðan 2013.

Lávarðadeildin er að sönnu sérkennilegur staður þar sem fígúrur eins og Lloyd-Webber eiga ævilangt sæti. En nú er talað um að hafi myndast óvænt bandalag milli lávarðanna og Verkamannaflokksins – Cameron nefndi það einmitt í umræðu í þinginu áður en hann hélt til Reykjavíkur.

Í umræðunni sótti Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hart að Cameron – spurði hann sömu spurningarinnar sex sinnum en Cameron gat ekki svarað. Sagt er að þetta sé í rauninni í fyrsta skipti sem Corbyn kemur höggi á Cameron í þinginu. Þeir eru heldur þungir David Cameron og George Osborne.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins