fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Hrollvekjandi heimur samskiptatækninnar

Egill Helgason
Mánudaginn 19. janúar 2015 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef undanfarna daga lesið tvo texta þar sem fjallað er um hvað samskiptatækni nútímans er að gera mannfólkinu.

Ég gleypti í mig bókina The Circle eftir Dave Eggers. Hún fjallar um heim þar sem allir eru farnir að fylgjast með öllum, það er enginn friður fyrir samskiptamiðlum, fyrirtæki sem er eins og Facebook í tíunda veldi er komið með upplýsingar um alla – og svo er komið að fólk greiðir reikninga í gegnum það, borgar skatta og kýs til þings og bæjarstjórna og í alls kyns atkvæðagreiðslum.

Sá sem ekki vill vera með í öllum samskiptunum er útilokaður – hann á engan séns. Þetta er brave new world – og fullkomlega hrollvekjandi.

Í Observer birtist grein eftir taugasérfræðinginn Daniel J. Levitin. Hann fjallar líka um öll þessi samskipti. Kenning hans er sú að þau ræni okkur einbeitingunni. Við séum í raun ekki að fást við mörg verkefni í einu – multitaska – eins og nú er krafist af mannfólkinu, heldur séum við stöðugt að hendast milli verkefna. Þannig sé mannsheilinn gerður – hann sé ekki hannaður til þess að hafa marga bolta á lofti í einu.

Þetta skapar mikið álag heilann, það er alltaf eitthvað utanaðkomandi áreiti, mest af því fullkomlega ónauðsynlegt; við verðum smátt og smátt háð þess upplýsingaflóði, þótt það í raun minnki afköst okkar, veiki dómgreindina og sé ekki til ánægju. Eða hverjum finnst hann hafa áorkað einhverju eða gert eitthvað verulega fullnægjandi þegar hann hefur hangið tímum saman á Facebook?

tumblr_muibllbaTh1qz7cydo1_1280

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!