fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Rússneskir leiðtogar telja að landið sé nú þegar í stríði við Vesturlönd

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Í nýjasta tölublaði Prism, sem er gefið út á vegum stofnunar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, er haft eftir Stanley McChrystal, hershöfðingja, að ekki sé óhugsandi að til stríðsátaka komi í Evrópu og var hann þá ekki að tala um átökin í Úkraínu.

„Stríð í Evrópu er ekki óhugsandi. Fólk sem vill trúa því að stríð í Evrópu sé ekki mögulegt gæti orðið hissa.“

Þessi ummæli hans vöktu töluverða athygli. Í grein eftir Oscar Jonsson, doktorsnema við Department of War Studies í King‘s College í Lundúnum, í tímaritinu Foreign Policy í gær segir Jonsson að í þessu leynist sannleikur því rússneskir leiðtogar telji Rússland nú þegar vera í stríði við Vesturlönd.

Hann segir að almennt sé talið að ef til stríðs komi þá muni fyrst verða vart aukinna hernaðarumsvifa og þá geti óvart komið til árekstra sem stigmagnast, jafnvel óviljandi, og stríð brjótist út. Þetta eigi þó aðeins við um bein átök. Hins vegar séu óbein átök, eða undirliggjandi, nú þegar í gangi að mati Rússa.

Jonsson segir að þegar Vesturlönd hófu efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu þá hafi Rússar ekki séð það sem hófleg viðbrögð Vesturlanda við brotum gegn alþjóðalögum. Til dæmis hafi utanríkisráðherra landsins sagt að þetta væri tilraun til að knýja fram stjórnarskipti í Rússlandi. En þessi hugmyndafræði utanríkisráðherrans á sér lengri sögu.

Oscar Johnson doktorsnemi.

Rússnesk stjórnvöld eru þess fullviss að Vesturlönd séu orðin svo góð í að stýra svokölluðum „lita uppreisnum“ að þau geti knúið fram stjórnarskipti þar sem þau telji það þjóna hagsmunum sínum. Þar eru arabíska vorið og uppreisnin í Úkraínu 2014, þegar almenningur reis upp gegn stjórnvöldum og vildi nýja forseta sem væri hlynntur Vesturlöndum.

Jonsson segir að Rússar telji að til að ná markmiðum sínum noti Vesturlönd umfangsmiklar upplýsingaherferðir, fjármagni starf ýmissa samtaka og hópa, noti leyniþjónustur sínar og diplómatískan þrýsting, allt í nafni lýðræðis.

Jonsson segir að Rússar telji því að Vesturlönd reyni að nýta sér veikleika þeirra með öðrum aðferðum en hernaðarlegum en á hinn bóginn gæti svarið í augum Rússa verið að beita hefðbundnum hernaði gegn Vesturlöndum.

Jonsson segir að hernaðarmáttur Rússa í og við Eystrasalt sé mikill og að þeir muni annað hvort reyna að semja við Trump og stjórn hans eða láta reyna á skuldbindingar Bandaríkjanna við NATO á eins sterkan hátt og hægt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir