Í dag hafa stjórnmálaflokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð fundað um stjórnarmyndun og virðast allir talsmenn flokkanna nokk jákvæðir á að þetta takist.
RÚV tók viðtal við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í hádeginu í dag. Hann sagði að það væru nokkrir dagar í að myndun ríkisstjórnar yrði að veruleika. „Þetta er að þokast í rétta átt,“ sagði hann.
Hann var spurður hvort þetta væri að færast inná lokametrana og svaraði: „Það er erfitt að segja hvenær lokametrarnir byrja. En við færumst nær markmiðinu.“
Hann sagði að það væri sátt um öll mál sem þau væru að ræða og að þau héldu áfram samræðum að meðan það væri slík sátt. En einhverjir dagar væru í það að slík sátt myndi nást að þau gætu komið fram og sagt að ný ríkisstjórn sé komin.
„Hvort það sé deginum fyrr eða seinna skiptir kannski ekki öllu máli,“ sagði Benedikt í samtali við RÚV.
Benedikt sagði einnig að ekki væri búið að skipta ráðuneytum, þannig að slíkar vangaveltur væru kannski komnar á borðið hjá fólkinu í viðræðunum en svo sannarlega eru þær ekki leystar.
Benedikt sagði í hádegisfréttunum að þau væru að fara í gegnum málefnalistann þannig að ekkert gleymdist. En ítrekaði að það væru líklega einhverjir dagar í að hópurinn kæmist að einhverri lausn eða sátt um málefnin.