fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari
Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari

„Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins“ segir á visir.is. Það er í samræmi við heimildir Eyjunnar.is nema að stundum var nefnt að Viðreisn myndi ekki fá nema tvo ráðherra en samkvæmt þessu virðast þeir enda með þrjá stóla.

Þetta er í samræmi við hefð í stjórnarmyndun að stærsti flokkurinn eftirláti minni flokknum eða flokkum að fá fleiri ráðherrastóla en styrkur þeirra gefur tilefni til. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrisvar sinnum fleiri þingmenn en Viðreisn eða 21 á móti 7, og rúmlega fimm sinnum fleiri þingmenn en Björt framtíð sem er með 4 stykki.

Enn eru samt stjórnarmyndunarviðræður í gangi og frétt visis.is byggð á leka frá einum eða fleiri heimildarmönnum sem fréttamaðurinn hefur talið áreiðanlegan. Næsti fundur í viðræðunum hefst klukkan 15:00 í dag.

Nokkuð ljóst má vera að þessi ACD-ríkisstjórn verði mynduð en forystumenn hafa ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um skiptingu ráðherrastóla utan þess að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra.

Þá hafa verið vangaveltur um hverjir verða ráðherrar og hafa þar verið nefndir hjá Sjálfstæðisflokknum auk Bjarna, Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bryndís Haraldsdóttir og Sigríður A. Andersen. En aldrei þessu vant leiddi aðeins ein kona lista sjálfstæðismanna í haust hún Ólöf Nordal sem er að glíma við krabbamein. Hjá Bjartri framtíð eru menn nokkuð sammála um að ráðherrarnir verði Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir. Hjá Viðreisn er Eyjan.is með mjög misvísandi heimildir fyrir því hver ráðherraefnin eru auk formannsins sjálfs, en þar eru ýmist nefndar þær Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður, Jóna Sólveig Elínardóttir sem var oddviti listans í Suðurkjördæmi og er varaformaður flokksins eða jafnvel Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hefur gegnt ráðherra embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“