fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Hæstaréttardómaramálið: „Hvað láta Íslendingar bjóða sér?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

markussigurbjornssonÍ tilefni af því að gerð voru opinber hagsmunatengsl hæstaréttardómara eins og Eyjan.is sagði frá í gær, spratt upp umræða á fésbókinni um málið. Umræðan snerist þó minna um þau gögn sem gerð voru opinber í gær en þau gögn sem komu fram í desember. En í gær kom fram að sex af tíu hæstaréttardómurum sinna launuðu starfi annarstaðar en í dómnum og nokkrir þeirra eiga eignir sem eru ekki til eigin nota.

Forsaga málsins er sú að Kastljós fletti ofan af því að Markús Sigurbjörnsson, forseti hæstaréttar, hefði verið hluthafi í Glitni banka og um tíma hafi hlutur hans verið metinn á tugi milljóna króna. Upplýsingar um þennan eignahlut Markúsar í bankanum voru ekki opinberar. Samt dæmdi hann í þremur málum gegn bankanum sem hann var hluthafi í, en bankinn var sýknaður í öllum tilvikum.

Af þessu tilefni skrifar fjárfestirinn Gunnlaugur Jónsson, sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögfræðings, á vegginn sinn: „Það er nú ágæt spurning, hvað láta Íslendingar bjóða sér?“ og linkar á grein föður síns um málið sem ber þennan titil. Svo heldur Gunnlaugur áfram:

Endalaust erum við upptekin af kjörnum fulltrúum, jafnvel smáatriðum í þeirra störfum. En svo yppa menn öxlum þegar stórmál koma upp hjá annarri grein ríkisvaldsins, dómsvaldinu, þar sem menn eru æviráðnir og málin því alvarlegri.

Kannski er það einmitt vegna þess að við kjósum ekki dómara, sem við höfum svona lítinn áhuga á gjörðum þeirra, þótt alvarlegar séu.

Sumir takast á við þessi mál dómaranna með því að láta þá njóta alls þess vafa og þröngra lögskýringa sem sakaðir menn ættu að njóta! En það ætti að vera öfugt. Fólkið sem á frelsi sitt og hagsmuni undir dómskerfinu á að njóta vafa og kröfurnar til dómara eru mun meiri.

En svo er það reyndar þannig að það sem dómarar hafa gert er mun alvarlegra en það sem fólk hefur verið dæmt í fangelsi fyrir. Ekki þarf einu sinni þau gleraugu sem setja þarf upp þegar gjörðir dómara eru skoðaðar til að komast að þeirri niðurstöðu.

Út af sama máli skrifar Halldór Arnarsson á vegginn sinn: „Finnst fólki þetta bara í lagi? Er nóg að vera fúll daginn eftir Kastljós og halda síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“