fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Af hverju eiga Vesturbæingar að ráða öllu um það sem gerist í höfuðborginni?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hróbjartur Jónatansson segir Alþingi getulaust til að sinna ákæruvaldi og hefði sjálft átt að koma í veg fyrir slíka stöðu.
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður.

Tæpast er hægt að una við það lengur að fólk búsett í vestasta hluta borgarinnar fari með öll völd og stjórni og stýri eftir sínu höfði hagsmunum allra borgarbúa í þessu fjölmennasta og víðfeðmasta sveitarfélagi landsins, meðan íbúar annarra hverfa borgarinnar eru nánast valdalausir um sitt nærumhverfi.

Þetta segir Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður og íbúi í Seljahverfinu í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir þar á að brátt verði borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 21. Í sama kosningafyrirkomulagi um val á borgarfulltrúum og nú gildir sé líklegra en ella að þeir komi að miklum meirihluta úr vesturhluta borgarinnar.

„Það væri auðvitað óásættanlegt fyrir þá sem byggja hinn miklu fjölmennari austari hluta hennar. Það eru sýnilega tvær augljósar leiðir til að leiðrétta þetta ójafnvægi; Annað hvort að búta Reykjavík í sundur í smærri sveitarfélög þannig að til að mynda Breiðholtið og Grafarvogur og álíka fjölmennir borgarhlutar fengju að stjórna sínu nærsamfélagi sjálfir. Þá byggju íbúar borgarinnar við sama íbúalýðræði og áðurgreind nágrannasveitarfélög. Hinn kosturinn, sem er líklega raunhæfari, að kjördæmavæða Reykjavík og hvert kjördæmi borgarinnar fengi þá hlutfallslegan fjölda fulltrúa í borgarstjórn miðað við íbúafjölda þess. Að frátöldum þessum leiðum, þá er væntanlega aðeins eftir sá kostur að fólk í stærstu hverfum borgarinnar taki sig til og hafni þessum hefðbundnu framboðum í nafni stjórnmálaflokkanna og bjóði fram sína hverfislista. Eins og fyrirkomulagið er núna er augljóst að verulegur lýðræðishalli er í borginni sem þarf að minnka án tafar,“ segir Hróbjartur.

Hann bendir á að Seltjarnarnes hafi fjórtán bæjar- og varabæjafulltrúa þótt fjöldi íbúa í sveitarfélaginu séu aðeins helmingur þess sem býr í Seljahverfi. Allir bæjarfulltrúar þess og bæjarstjóri búa á Seltjarnarnesi og lifa og hrærast innan marka sveitarfélagsins sem telur 2 km², sem er tæplega helmingur af byggðu svæði í Breiðholti í Reykjavík, þar sem búa í heild 21.000 manns.

„Í Reykjavík víkur öðru við. Þar eru íbúar um 123.000 sem dreifast u.þ.b. með þessum hætti í borgarhverfin pr. 1. janúar 2016; Miðbærinn í póstnr. 101 með um 15.800 manns; Vesturbærinn póstnr. 107, með um 8.600 íbúa; Austurbærinn póstnr. 103, 4, 5 og 8 með alls um 40.000 manns; Breiðholtið póstnr. 109 og 111 með um 21.000 íbúa, Árbærinn, póstnr. 110, með um 12.000 íbúa; Grafarvogur og Grafarholt, póstnr. 112 og 113 með um 23.000 íbúa og svo loks Kjalarnes, póstnr. 116, með tæplega 1000 íbúa,“ segir Hróbjartur ennfremur og bendir á að í Reykjavík séu 15 borgarfulltrúar og tíu þeirra búi í póstnúmerum 101 og 107.

„Er nema von að borgarapparatið sé meira og minna upptekið af vesturhluta borgarinnar?“ segir Hróbjartur Jónatansson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“