fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Segir leiðara Morgunblaðsins harða atlögu að athafnafrelsi Bjarna Ben

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV.
Mynd: DV.

„Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist ekki muna eftir öðrum eins leiðara og í Morgunblaðinu í dag þar sem Davíð Oddsson stjórnist í núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins með afar áberandi og einbeittum hætti,“ svo segir á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Í kvöld verður sýndur þáttur á Hringbraut kl. 21:00 í umsjá Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Gestir hans verða Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, og Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Í þeim þætti kemur fram að Jón Sigurðsson segir leiðara Morgunblaðsins sæta stærstu tíðindunum í dag. Aldrei hafi fyrrverandi formaður stjórnmálaflokks á Íslandi hlutast til í pólitík núverandi formanns með jafn afgerandi hætti. Með þessum orðum gerir Jón ráð fyrir því að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hafi haldið á penna þótt leiðararnir séu nafnlausir. En í leiðaranum kemur fram hörð gagnrýni á forystu Viðreisnar og forystu Sjálfstæðisflokksins.

Eins atkvæðis meirihluti miklu minna en ekki neitt

Leiðari Morgunblaðsins byrjar á því að vísa í Vef-Þjóðviljann sem hafði skrifað um þau sérkennilegheit sem risu hæst á nýliðnu ári og kallað eftirfarandi „verðskuldun“ ársins í áramótaútgáfu Vef-Þjóðviljans:

Evrópusinnar í Sjálfstæðisflokknum héldu flokknum í gíslingu árum saman. Rufu samninga, auglýstu gegn flokknum, grófu undan honum og klufu hann loks skömmu fyrir þingkosningar. Að launum vilja þeir stjórnarsamstarf og ráðherrasæti.

Þá fjallar leiðarahöfundur (sem er Davíð Oddsson að mati Jóns) um forsíðufrétt Morgunblaðsins frá því í gær, sem sagði frá þreifingum á milli Vg og Framsóknarflokksins og segist vonast til þess að Bjarni Benediktsson fylgist með því.

Þá segir í leiðaranum að ef frétt Fréttablaðsins frá því í gær sé rétt að það verði hluti af stjórnarsáttmálanum að þjóðin fái að kjósa um ESB, MS verði sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og að hluti kvótans verði seldur á uppboði, þá sé augljóst að fram að þessu hafi aðeins annar viðræðuaðilinn komið að viðræðunum. Leiðaranum lýkur höfundur á því að tala um þingmenn Sjálfstæðisflokksins með eftirfarandi hætti:

Nokkrir þingmenn stóðu í lappirnar á sínum tíma og neituðu að taka þátt í feigðarflani um Icesave, sem liggur enn eins og mara á flokknum. Ólíklegt er að allir þingmenn flokksins muni skrifa undir samstarf af því tagi sem glitti í á fréttasíðum gærdagsins. Slík stjórn hefði aðeins eins þingsætis meirihluta. Þegar rótin að samstarfi hefur ekki annað hald en gömul svik og ný tortryggnismál er eins atkvæðis meirihluti miklu minna en ekki neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“