fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Göran Persson telur að Trump verði settur af: „He will make America small, again“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. febrúar 2017 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump og Göran Persson. Samsett mynd/EPA

Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, er ekki sérstakur aðdáandi Donald Trump og því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Á miðvikudagskvöldið flutti Persson ræðu á fundi á vegum Dagens Nyheter í Svíþjóð. Þar sagði Persson um Trump: „He will make America small, again.“ En þetta vísar til slagorðs Trump: „We will make America great, again.“ En það notaði hann í kosningabaráttu sinni.

Persson sagði á fundinum að sú pólitíska stefna sem Trump standi fyrir og sé að hrinda í framkvæmd muni á endanum valda því að honum verði hafnað og að í næstu kosningum muni repúblikanar tefla öðrum frambjóðanda fram til forsetaembættisins.

Þessi maður „He will make America small, again,“ sagði Persson.

Í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember sagði Persson að hann væri órólegur vegna sigurs Trump. Á fundi Dagens Nyheter sagðist hann ekki hafa sérstakar áhyggjur af framtíðinni því Donald Trump verði ekki lengi við völd. Sagði Persson að það sem Trump sé nú að taka sér fyrir hendur verði einfaldlega ekki látið viðgangast:

Ég set stórt spurningamerki við þá pólitísku stefnu sem hann er að ýta úr vör, að það sé hægt að hrinda henni í framkvæmd. Ef þessi pólitík verður að veruleika þá mun hann ekki hitta kjósendur sem forseti í næstu kosningum, það mun einhver annar gera. Ég held að hann verði settur af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar