fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Milljarður olíutunna finnast vestur af Hjaltlandseyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. mars 2017 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olíuborpallur fyrir utan strendur Skotlands. Mynd/Getty

Olíuleitarfyrirtækið Hurricane Energy hefur tilkynnt um stóran olíufund um 100 kílómetra vestur af Hjaltlandseyjum norðan Skotlands. Talið er að fundist hafi magn sem samsvari um einum milljarði olíutunna á svæði sem kallast „Greater Lancaster Area.“

Þetta er langstærsti olíufundur í hafsbotni breska landgrunnsins um margra ára skeið. Síðustu fundir hafa einungis innihaldið að meðaltali um 25 milljónir tunna og blikna þannig í samanburði við það sem Hurricane Energy segist hafa uppgötvað nú. Nýja svæðið geymir þó eingungis um einn fimmta af Forties-svæðinu svokallaða sem er talið fela í sér fimm milljarða tunna. Vinnsla stendur yfir á því svæði og það hefur þegar gefið af sér tvo milljarði tunna.

Vonast er til að vinnsla á hinum nýuppgötvuðu olíulnidum á Lancaster-svæðinu geti hafist þegar árið 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB