fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

60 dagar Donald Trump á forsetastóli: Framundan eru mikilvægir dagar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 20. mars 2017 18:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Nú hefur Donald Trump setið á forsetastóli í 60 daga en framundan eru mikilvægir dagar í embættinu. Dagar sem geta skipt miklu máli þegar fyrstu 100 dagar hans á valdastóli verða gerðir upp og dæmt um hvernig honum tókst til.

Í dag er mikilvægur dagur því þá munu forstjórar alríkislögreglunnar, FBI, og NSA leyniþjónustunnar bera vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins en þar verður farið yfir hvort Rússar hafi haft áhrif á úrslit forsetakosninganna síðasta haust. Einnig má vænta þess að fram komi hvort nánustu samstarfsmenn Trump hafi átt í samskiptum við rússneskar leyniþjónustur í tengslum við kosningarnar.

Þetta kemur fram í Washington Post. Þar segir að forstjóri FBI, James B. Comey, hafi áður sagt að alríkislögreglan væri að rannsaka tengsl Trump og samstarfsmanna hans við Rússa. Því munu orð hans fyrir rannsóknarnefndinni í dag geta haft mikil áhrif á pólitískt líf Trump hvað varðar utanríkismál. CNN segir að Comey muni væntanlega einnig tala um Obama og ásakanir Trump um að Obama hafi látið hlera samtöl Trump í kosningabaráttunni.

En þar með er ekki allt upptalið því í dag hefjast yfirheyrslur þingnefndar yfir Niel Gorsuch, íhaldssömum dómara, sem Trump hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara. Öldungadeild þingsins hefur fjóra daga til að ákveða hvort tilnefning Gorsuch verður samþykkt en ef það gerist ekki má líta á það sem mikinn ósigur fyrir Trump.

Á fimmtudaginn greiðir þingið síðan atkvæði um örlög hugmynda repúblikana um endurskoðun og breytingar á sjúkratryggingakerfinu, hinu svokallaða Obamacare.

Það er því mikið að gerast á sviði stjórnmálanna og það á sama tíma og niðurstöður Gallup-könnunar sýna að bandarískir kjósendur eru ekki mjög ánægðir með störf Trump fram að þessu. 37 prósent aðspurðra segjast ánægðir með störf hans á forsetastóli en 58 prósent eru ekki sáttir. Í samsvarandi könnun Gallup, sem var gerð nokkrum dögum eftir embættistöku Trump, voru fylkingarnar hnífjafnar, 45 prósent í hvorri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi