fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Eyjan

Búist við að Trump leggi fram nýja ferðabannstilskipun í dag

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. mars 2017 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna við undirritun á einni af tilskipunum sínum. Margar þeirra hafa fengið mikla athygli og valdið írafári. Innflytjendatilskipunin í janúar var þó sú umdeildasta til þessa. Mynd/EPA

Upphafleg ferðabannstilskipun Bandaríkjaforseta var undirrituð 27. janúar. Með henni var ríkisborgurum Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen neitað um komu til Bandaríkjanna.

Tilskipunin fól einnig í sér að gert yrði þriggja mánaða hlé á móttöku flóttafólks. Koma sýrlenskra flóttamanna var stöðvuð án tímatakmarkana. Þessi tilskipun var úrskurðuð ólögleg af bandarískum dómstólum og forsetinn þannig gerður afturreka með hana.

Donald Trump og starfslið hans hafa síðan legið undir feldi með heitingum um að snúa aftur með nýja tilskipun um málefni innflytjenda og flóttafólks. Dagblaðið New York Times greinir nú frá því að þessi tilskipun sé tilbúin og að hún verði undirrituð síðar í dag. Samkvæmt henni mun forsetinn herða enn á hömlum þess að flóttafólk geti leitað til Bandaríkjanna því alveg verður lokað fyrir að fólk geti leitað hæli þar. Um leið verða ekki settar sérstakar hömlur á flóttafólk á Sýrlandi. Umsóknir þeirra fá sömu meðhöndlun og umsóknir annarra flóttafólks – það er að höfnun. Ekki er ljóst hve lengi þessi stöðvun á móttöku flóttafólks mun vara.

Önnur breyting er að ríkisborgarar frá Írak eru ekki lengur á lista yfir þjóðerni sem ekki fær að koma til Bandaríkjanna, jafnvel þó fólkið hafi gildar vegabréfaáritanir. Bandarísk stjórnvöld telja sig hafa fengið tryggðingar fyrir því frá íröskum stjórnvöldum um að öryggismál séu fullnægjandi í Írak, auk þess sem Bandaríkjamenn vilja sýna Írak velvilja þar sem stjórnvöld þar hafi reynst vel í baráttunni við hryðjuverkaöflin sem kalla sig „Íslamska ríkið.“ Hin löndin sem voru tilgreind í fyrstu tilskipuninni verða þar áfram.

Einnig er talið að nýja ferðatilskipunin nái ekki til fólks sem þegar hefur fengið dvalarleyfi í Bandaríkjunum eða eru með gildar vegabréfaáritanir þegar tilskipunin verður undirrituð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“