fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

„Ég hef reynt að stytta mér aldur fjórum sinnum“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn í dag er enginn sem skilur okkur. Eftir að hann nauðgaði mér, það var ekkert sem hann gerði mér ekki. Þeir héldu okkur í þessu húsi í fjórar vikur. Á hverjum degi vorum við niðurlægðar og okkur var nauðgað á hverjum degi.

Þetta segir Ekhlas Kidir sem haldið var í kynlífsþrælkun í 152 daga. Þeir sem beittu Ekhlas Kidir þessu hrottalega ofbeldi voru liðsmenn Íslamska ríkisins. Ríkisútvarpið fjallaði um málið í vikunni. Í frétt RÚV kemur fram að í Írak hafa liðsmenn Íslamska ríkisins haldið mörg hundruð Jasída-stúlkum í kynlífsþrælkun. Ekhlas Kidir steig fram og sagði frá ofbeldinu en henni var nauðgað mörgum sinnum á dag.

Jasídar hafa verið á flótta eftir að liðsmenn Íslamska ríkisins tóku yfir landsvæði í Írak en þeir lía á Jasída sem villutrúarmenn. Hafa þúsundir karlmanna verið myrtir á hrottalegan hátt en konurnar verið gerðar af kynlífsþrælum.

Ekhlas Kidir sem tókst að sleppa og dvelur nú í Þýskalandi segir að hún komist ekki heim á næstunni.

„Ég hef reynt að stytta mér aldur fjórum sinnum. Tvisvar reyndi ég að skera mig á púls og einu sinni gleypti ég 150 pillur. Í hitt skiptið drakk ég bensín,“ sagði Ekhlas Kidir þegar hún lýsti afleiðingum ofbeldisins.

Annað hvort verður þjóðarmorð á Jasídum viðurkennt eða sérstakri alþjóðlegri vernd verður komið á fyrir Jasída. Að öðrum kosti getum við aldrei farið heim.

Hér má horfa á viðtal við Ekhlas Kidir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar