fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Glæpum hælisleitenda í Þýskalandi fjölgar um meira en 50%

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. apríl 2017 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas de Maizere, innanríkisráðherra Þýskalands.

Nýjar tölur sem birtar voru fyrir skömmu varpa ljósi á gríðarlega aukningu glæpa sem hælisleitendur fremja í Þýskalandi. Margir óttast að þessar tölur verði nýttar af hægriöflum í Þýskalandi í aðdraganda þingkosninga sem fram fara í landinu í september. Samkvæmt innanríkisráðuneytinu sem tók saman tölurnar fjölgaði tilkynningum um glæpi sem talið er að hælisleitendur hafi borið ábyrgð á um 52,7% frá 2015 til 2016.

Þetta er ekki eitthvað til að líta framhjá. Þeir sem fremja alvarlega glæpi hér missa þar með rétt sinn til að dvelja hér,

segir Thomas de Maizere, innanríkisráðherra Þýskalands.

Samkvæmt tölunum eru hælisleitendur grunaðir um að hafa framið 174.438 glæpi árið 2016. Fjöldi þeirra í Þýskalandi jókst mikið á sama tíma en hækkunin var samt „langt umfram“ fjölgunina segir Maizere.

Hlutfall þeirra sem grunaðir eru og eru af erlendu bergi brotnir, einkum hælisleitenda er hærri hjá almennum borgurum.

Innanríkisráðherrann varar þó við því að allir hælisleitendur séu dæmdir vegna glæpa lítils minnihluta.

Við getum ekki látið flóttafólk sem býr meðal vor liggja undir stöðugum grun. Mikill meirihluti býr með okkur og fylgir lögum okkar og reglum.

Flestir glæpirnir eru framdir af síbrotamönnum og einungis 1% hælisleitenda bera ábyrgð á 40% allra þeirra glæpa sem hælisleitendur fremja. Flóttafólk frá Sýrlandi er samkvæmt tölfræðinni ólíklegra til að fremja glæpi en þeir sem koma frá öðrum ríkjum.

Þeir sem koma frá Balkanskaga, Marokkó, Alsír og löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum fremja flesta glæpi en þeir eiga einnig litla möguleika á að vera veitt hæli.

Heildarfjöldi glæpa í Þýskalandi dróst eilítið saman í fyrra en glæpir sem framdir eru af öfgasinnum á hægri væng stjórnmálanna jukust um 14,3% prósent. Árásum á flóttamannahæli fækkaði úr 1031 árið 2015 niður í 995 í fyrra. Telegraph greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu