fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Yfirvöld í Japan vara borgara sína við – Þið hafið 10 mínútur ef Norður-Kórea skýtur flugskeytum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu vinna nú hörðum höndum að gerð eldflauga sem drífa til Bandaríkjanna en eiga fyrir ógrynni vopna sem ná til nágrannalandsins Japans. Spennustigið á Kóreuskaganum fer hækkandi dag frá degi og hafa yfirvöld í Japan því beint þeim tilmælum til þegna sinna að vera reiðubúnir.

Ef Norður-Kóreumenn senda á loft flugskeyti geta þau verið komin á áfangastað innan 10 mínútna. Því hefur skrifstofa forsætisráðherra Japan gefið út uppfærðar leiðbeiningar um það hvernig óbreyttir borgarar skuli bregðast við ef þau tíðindi berast. Washington Post greinir frá.

Þrjú af þeim fjórum flugskeytum sem Norður-Kórea skaut á loft þann 6. mars síðastliðinn lendu í efnahagslögsögu Japan í Japanshafi en það skilur að Japan og Kóreuskagann. Yfirvöld í Pyongyang sögðu síðar að þessum flugskeytum hefði verið skotið upp til að æfa það að hitta herstöðvar Bandaríkjanna í Japan.

Það eru komin næstum 20 ár síðan að Norður-Kórea sýndi fram á að þeir gætu skotið flugskeytum á Japan en árið 1998 skutu þeir upp Taepong-1 flugskeyti sem þeir sögðu að væri notað til að skjóta á loft gervihnöttum. Það dreif lengra en Japan og lenti Kyrrahafsmegin efnahagslögsögu þeirra.

Ráðin sem borgarar fá eru ekki mjög hughreystandi. Þú færð sennilega ekki viðvörun tímanlega en ef þú ert svo heppin/n, farðu þá í næsta vel byggða hús.

Heimsóknir á heimasíðu almannavarna í Japan hafa aukist gríðarlega undanfarin misseri eftir því sem Norður-Kóreumenn skjóta upp fleiri flugskeytum og tjá sig meira í fjölmiðlum. Þær voru að jafnaði 400 þúsund á mánuði en í apríl hafa þær farið upp í 5,7 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“