fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Forsetakosningarnar í Frakklandi: Macron nær forystunni með stórborgaratkvæðum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 23. apríl 2017 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emanuelle Macron.

Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er nú með forystu þegar búið er að telja meira en 40 milljón atkvæði í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, alls eru 46,7 milljón Frakkar á kjörskrá. Marine Le Pen, frambjóðandi þjóðernissinna, var með forystu en er nú komin rúmu prósentustigi á eftir Macron nú þegar atkvæðin streyma inn úr stórborgum Frakklands, en hún sækir mest sitt fylgi í dreifðari byggðir.

Marine Le Pen.

Mælist Macron nú með 23,54% fylgi samkvæmt nýjustu tölum úr franska innanríkisráðuneytinu og Le Pen með 22,33%. François Fillon frambjóðandi íhaldsmanna mælist með 19,87% fylgi sem er lítil breyting frá fyrri mælingum. Mælist vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon svo með 19% og sósíalistinn Benoit Hamon mælist með 6%. Útkoma Hamons er mikill skellur fyrir sósíalista sem fengu rúmlega helming þingsæta í þingkosningunum 2012.

Þegar lagt er saman fylgi flokkanna yst á hægri og vinstri ásnum kemur í ljós að jaðarflokkar, ef svo má að orði komast, eru að fá rúmlega 40% fylgi sem telst mjög óvenjulegt.

Nú liggur fyrir að Macron mætir Le Pen í seinni umferð kosninganna sem fer fara fram eftir tvær vikur. Baráttan hingað til hefur verið hörð og fátt bendir til annars en baráttan harðni enn frekar. Ellefu voru í framboði í fyrri umferð kosninganna og hafa nú frambjóðendur sósíalista og íhaldsmanna stigið fram og hvatt sína stuðningsmenn til að kjósa Macron til að koma í veg fyrir að Le Pen verði Frakklandsforseti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg