fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Sundlaugamenningunni sturtað í klósettið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. apríl 2017 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Þolinmæði baðgesta í sundlaugum Reykjavíkur yfir kæruleysi erlendra gesta við að þvo sér áður en þeir fara ofan í laugarnar virðist á þrotum.

Hans Kristján Árnason viðskiptafræðingur og einn af stofnendum Stöðvar 2 skrifar í færslu á Facebook-síðu sinni undir fyrirsögninni „Sundlaugamenningu okkar sturtað niður …:“

Íslensk sundlaugamenning er eins og við erum alin upp við; sturtubað með sápu án baðfata.

Ef erlendir gestir geta ekki samlagast þessari sundlaugamenningu okkar á að vísa þeim á dyr. (Þannig myndu aðrar þjóðir afgreiða okkur ef við virtum ekki þeirra reglur og menningu …)

Því miður stendur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sig ekki í stykkinu. Og langt því frá.

Það er sorglegt að þurfa að vera vitni að eyðileggingu þess sem er einstakt og heilbrigt við sundlaugamenningu okkar. Og ég endurtek: Okkar sundlaugamenning er sérstök eins og það fínasta af því fina hjá öðrum flottustu menningarþjóðum sem við viljum bera okkur saman við …

Vitaskuld þýðir þetta eftirlitsleysi í sturtuklefunum að hella þarf meira og meira af klóri í laugina og pottana til að drepa ógeðið.

Sorglegt að þurfa að verða vitni að sinnuleysi yfirstjórnar sundlauga Reykjavíkurborgar.

Blessuð sé minning sundlauga okkar …

Þessi færsla Hans Kristjáns hefur vakið líflegar umræður. Meðal annars skrifar Petrína Sæunn Úlfarsdóttir:

„Algjörlega sammála. Við þurfum að fá aftur gæslufólkið sem bentu fólki á að fara úr sundfötum og þvo sér áður en þau færu í laugina. Þetta er í raun þjóðþrifamál.

Hvaða ógeð þarf að drepa með klóri?

Einar Steingrímsson vill sannanir fyrir hvað sé svona hættulegt við að fólk þvoi sér ekki áður en það fer í laugarnar:

„Hvaða ógeð er þetta sem þarf að drepa með klóri? Er ástæða til að ætla að það fari einhverjar skæðari bakteríur í sundlaugavatnið með fólki sem ekki fer í sturtu en með hinu? Ef svo er, á hverju byggir sú staðhæfing?

Ámundi Loftsson leggur orð í belg þar sem hann svarar Einari:

Einu sinni sá ég einn fara í sundskýlu yfir grútdrullugar nærbrækur og fara svo beint út í laug án viðkomu í sturtunni Einar. Vonandi eru samt ekki mörg svona dæmi. En sóðaskapurinn er augljós og yfirgengilegur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum