fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. maí 2017 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel. Mynd/Getty images

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna.

Merkel lét þessi orð falla á fundi, sem var haldinn í bjórtjaldi í München, í gær. Hún sagði meðal annars:

„Þeir tímar þar sem við gátum treyst algjörlega á aðra eru að renna sitt skeið á enda. Það hef ég upplifað undanfarna daga. Við Evrópubúar verðum að taka örlögin í eigin hendur.“

Hún sagði að Þýskaland og Evrópa muni reyna að eiga í góðum samskiptum við Bandaríkin og Bretland og að sérstaka áherslu þurfi að leggja á að rækta gott samband milli Þýskalands og Emmanuel Macron, nýkjörins forseta Frakklands.

Merkel var nýkomin af fundi G7-ríkjanna þegar hún fundaði í Bæjaralandi í gær. Fundi G7 lauk á laugardaginn án þess að Bandaríkin og hin ríkin næðu samkomulagi um að staðið verði við Parísarsáttmálann. Merkel sagði eftir fundinn að viðræður „sex á móti einum“ hefðu verið „erfiðar og ekki síst hefði niðurstaðan verið ófullnægjandi“.

Sky-fréttastofan segir að Trump hafi aðra sýn á málin og að hann hafi skrifað á Twitter í gær að hann væri nýkominn frá Evrópu. Árangur ferðarinnar hafi verið frábær fyrir Bandaríkin. Mikil vinna hafi skilað því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna