fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

Leiðtogar G7-ríkjanna funda á Sikiley

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 27. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá G7-leiðtogafundinum í Taorima á Sikiley. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Donald Trump Bandaríkjaforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti.

Eftir Björn Bjarnason:

Leiðtogar G7-ríkjanna hittust á fundi í Taorima á Sikiley föstudaginn 26. maí. Fjórir nýir eru í hópnum forsetar Bandaríkjanna og Frakklands og forsætisráðherrar Bretlands og Kanada. Fundinum lýkur í dag laugardaginn 27. maí en alþjóða- og öryggismál eru á dagskrá hans og ber baráttuna gegn hryðjuverkum hátt.

Á ríkisoddvitafundi NATO-ríkjanna í Brussel fimmtudaginn 25. maí var fallist á ósk Bandaríkjastjórnar um að NATO gerðist formlegur aðili að baráttunni gegn Daesh (Ríki íslams), hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi, sem láta að sér kveða með ódæðisverkum á Vesturlöndum, síðast í Manchester á Bretlandi mánudaginn 22. maí.

Auk þjóðarleiðtoganna sjö frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi Ítalíu, Japan, Kanada og Þýskalandi sitja tveir fulltrúar ESB fundin: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Í ræðu við upphaf fundarins sagði Tusk að mestu skipti að eining ríkti meðal ríkjanna um að verja skipan alþjóðamála sem reist væri á lögum og reglum.

Í fjölmiðlum er sérstaklega vakin athygli á þessum orðum vegna ágreinings innan G7-hópsins milli Trumps og Evrópumanna um loftslagsmál, frjáls viðskipti og þróunaraðstoð

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Mynd/EPA

Til þessa hafa lokayfirlýsingar funda af þessu tagi jafnan haft að geyma texta til stuðnings frjálsri verslun. Trump hefur hins vegar boðað verndarstefnu í þágu bandarískra hagsmuna þótt hann hafi ekki alltaf haldið fast í hana þegar á reynir í framkvæmd.

Gary Cohn, helsti viðskiptaráðgjafi Trumps, sagði að á Sikiley yrði rætt um viðskiptamál til að átta sig á hvað felst í orðunum „frjáls“ og „opin“ viðskipti.

Juncker bar föstudaginn 26. maí til baka fréttir frá deginum áður um að Trump hefði látið þau orð falla um Þjóðverja í samtölum í Brussel að þeir væru „vondir, mjög vondir“ vegna mikils viðskiptaafgangs þeirra. Í Frankfurter Allgemeine Zeitung segir sannað að Trump hafi notað orðið bad þegar hann gagnrýndi að Þjóðverjar flyttu meira út og inn.

Þá þykir óljóst hver verður afstaða Trumps til loftslagsamningsins frá París, Hann hefur hótað að losa Bandaríkin undan skyldum samninginn um að takmarka útblástur og loftmengun vegna hans.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, sat aðeins fyrri dag fundarins og sneri heim að kvöldi hans. Laugardaginn 27. maí verða loftslags- og viðskiptamál efst á dagskrá. Þá er einnig ætlunin að hitta fulltrúa frá nokkrum Afríkulöndum. Ítalir sem fara nú með formennsku í G7-hópnum vilja ræða um Líbíu og komu farandfólks yfir Miðjarðarhaf frá Afríku.

Í júlí koma leiðtogar ríkjahópsins G20 til fundar í Hamborg þar verða meðal annarra fulltrúar Kína, Brasilíu og Rússland.

Birtist upphaflega á vefsíðunni Varðberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna