fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir Trump ráðast gegn lýðræðinu innanfrá

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. maí 2017 06:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Clapper. Mynd:Getty

James Clapper, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnananna, segir að lýðræðislegar stofnanir í Bandaríkjunum sæti nú árásum, bæði innanfrá og utanfrá. Þetta sagði hann í samtali við CNN. Viðtalið við Clapper var tekið í kjölfar atburðarrásar síðustu viku en Donald Trump, forseti, rak þá James Comey, yfirmann alríkislögreglunnar FBI, úr embætti. Gagnrýnendur telja að Comey hafi verið rekinn vegna rannsóknar FBI á þætti Rússa í forsetakosningunum á síðasta ári og hugsanlegum tengslum Rússa og starfsmanna kosningabaráttu Trump. Trump hefur sjálfur orðið margsaga um ástæður brottrekstursins og hefur meðal annars sagt að Comey hafi staðið sig illa í embætti en nokkrum vikum áður hafði hann einmitt hrósað Comey í hástert fyrir vel unnin störf.

 

Hann tók sem dæmi að meint íhlutun Rússa í forsetakosningarnar á síðasta ári væri árás utanfrá.

„Ég tel einnig að ráðist sé á stofnanir okkar innanfrá.“

Sagði Clapper. Þá spurði fréttamaður:

„Af forsetanum?“

„Einmitt.“

Var svar Clapper.

Hann sagði að stofnendur Bandaríkjanna hefðu af mikilli  snilld byggt þjóðfélagið upp þannig að hinir þrír þættir ríkisvaldsins væru aðskildir, þetta væri innbyggt í kerfið. Nú væri ráðist á þessa skipan mála.

Leiðtogar leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar tilkynntu í kjölfar brottrekstrar Comey að nefndin muni hafa stíft eftirlit með því að ekki verði komið í veg fyrir rannsóknina á meintum tengslum Rússa við starfsmenn forsetaframboðs Trump né að hún verði trufluð.

Clapper lagði áherslu á að hann gæti ekki sagt til um hvort Rússar og starfsfólk Trump hafi átt í samstarfi í aðdraganda kosninganna í nóvember. Þetta sagði hann einnig nýlega í yfirheyrslu hjá bandarískri þingnefnd. Þá sagðist hann ekki staðfest að svo hafi verið eða að svo hafi ekki verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu