fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Myndband sem sýnir þegar flóðbylgjan skall á grænlenska þorpinu: „Okkar versta martröð.“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. júní 2017 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóðbylgja eftir berghlaup skellur á þorpinu Nuugaatsiaq á laugardagskvöld. Skjáskot úr myndbandsupptöku.

Fjölmargir íbúar grænlenska veiðimannaþorpsins Nuugaatsiaq voru sannfærð um að þeirra síðasta stund væri runnin upp þegar hafsyfirborð fjarðarins þar sem þau búa reis skyndilega og fljóðbylgja gekk á land. Þetta kemur fram í viðtölum grænlenska ríkisútvarpsins við íbúa Nuugaatsiaq.

Nú talið að einn eldri maður og foreldrar ásamt barni þeirra hafi farist í flóðbylgjunni.

Fyrsta hugsun Jakobs Simeonsen var að bjarga sleðahundunum sínum þegar hann sá flóðbylgjuna nálgast. Hundar í Grænlandi eru geymdir hlekkjaðir utandyra. Jakob hljóp að hundunum og tókst að losa einn þeirra áður en íshroðablandaður sjórinn náði honum og færði í kaf.

Ég kaffærðist rétt áður en ég barst að brúna húsinu sem stóð skamman veg fyrir ofan og meðan ég var í kafi hugsaði ég að þetta myndi ég kannski ekki lifa af. Meðan ég veltist um í sjónum fann ég skyndilega fyrir landi og barðist þá við að halda meðvitund,

hefur grænlenska útvarpið eftir honum. Jakob telur að hann hafi verið að velkjast í ísköldum sjónum í um eina mínútu.

Svo kom stærsta bylgjan og ég tók til fótanna.

Þegar hann komst ásamt fleira fólki ofar í landið leit hann um öxl og trúði ekki eigin augum:

…ég sá hvað þetta var alvarlegt sem hafði hafði gerst og ég spurði sjálfan mig: Hvað hefur komið fyrir Nuuugaatsiaq? Ég þekkti ekki byggðina aftur.

Sjá frétt: Gríðarstórt berghlaup ástæða flóðbylgja í Grænlandi.

Ivik Cortzen var stödd í húsinu sem hún býr í. Hún lýsir þessu svo:

Faðir unnusta míns er úti og hann byrjar að kalla til sonar síns. Húsið leikur á reiðiskjálfi og allt er að detta niður og þegar ég lít út um gluggann sé ég að öldurnar eru að ná að húsinu. Og ég er ein inni í því.

Ivik greip með sér þann fatnað sem hendi var næst og hjóp út.

Ég hleyp allt hvað ég get og reyni eftir fremsta megni að líta ekki um öxl. Og þó ég sé orðin næstum örmagna þá held ég áfram að hlaupa.

Mikkel Jeremiassen sveitarstjórnarfulltrúi í Nuugaatsiat segir við grænlenska útvarpið að þorpið líti nú út eins og vígvöllur að lokinni orrustu þar sem allt sé á tjá og tundri.

Hér má sjá myndband tekið af íbúum Nuugaatsiat sem grænlenska ríkisútvarpið hefur birt á You Tube og sýnir þegar sjórinn flæddi á land í þorpinu á laugardagskvöld:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna