fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Þrír skotnir í Gautaborg í gærkvöldi – fjórir féllu fyrir kúlum í Ósló í nótt

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 9. júlí 2017 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill viðbúnaður var í Gautaborg og Ósló í nótt eftir skotárásir í báðum borgum. Mynd: EPA.

Þrír ungir menn voru skotnir í Bergsjön-hverfi í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Mennirnir lifðu af en tveir þeirra munu lífshættulega særðir. Atburarásin hófst þegar þessir tveir voru skotnir í morðárás.

Lögreglumenn skutu svo ökumann bifreiðar sem lögreglan segir að reynt hafi verið að nota til að aka á lögreglumenn.

Fréttir af málinu eru enn óljósar en svo virðist sem mörgum skotum hafi verið hleypt af og tveir menn felldir. Vitni greinir Aftonbladet frá því að strax eftir þetta hafi lögreglan hafi veitt bíl eftirför. Þessum bíl var ekið út af og þá umkringdu lögreglumenn bílinn. Fjöldi vitna voru að atburðum:

Það voru tveir eða þrír menn í bílnum og þeir reyndu að flýja. Þá hleypti lögreglan af þremur skotum og einn maður særðist. Maður sá hann falla niður þegar hann var hæfður,

segir vitni við blaðið.

Aftonbladet skrifar hins vegar að reynt hafi verið að aka flóttabílnum á lögreglumann sem greip til skotvopns síns og hleypti af inn í bílinn. Kúla hæfði ökumann bílsins í fótinn. Talsmaður lögreglunnar í Gautaborg segir að þessi maður sé ekki grunaður um að hafa skotið mennina tvo en hann sé hins vegar grunaður um morðtilræði við lögreglumann með því að hafa reynt að aka á hann. Upplýst er að þessi maður sé 25 ára gamall. Hinir tveir sem voru skotnir niður áður eru á aldrinum 25 til 30 ára.

Mikill viðbúnaður lögreglu var í Bergsjön-hverfi í Gautaborg í gærkvöldi og stendur enn yfir, skrifar Göteborg-Posten. Bergsjön er þekkt sem eitt af svokölluðum utanveltuhverfum í sænskum borgum þar sem ríkir lögleysuástand og mikið er um glæpi, eiturlyf og félagslegan óróleika.

Þung glæpaalda gengur nú yfir Svíþjóð og morð og skotárásir stöðugt í fréttum.

Skotárás í Ósló

Fjórir urðu svo fyrir kúlum í Ósló höfuðborg Noregs þegar maður hóf skothríð með skammbyssu við inngang veitingastaðar í Grünerløkka í nótt.  Þar stóðu þá yfir tónleikar með bandaríska hip-hop tónlistarmanninum Kool G Rap.

Fjórir karlmenn voru hæfðir, þar af tveir dyraverðir, skrifar Aftenposten. Enginn þeirra mun vera í lífshættu. Blaðamaður Aftenposten sem var á staðnum segir að lögreglumenn vopnaðir hríðskotabyssum hafi handsamað mann, lagt hann í jörðina og tekið af honum skammbyssu áður en maðurinn var færður á brott.

Lögreglan í Ósló hefur staðfest að einn maður hafi verið handtekinn grunaður um þessa skotárás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu