fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Guðni sendir samúðarkveðju til Spánarkonungs

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi Felipe IV Spánarkonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í dag vegna hryðjuverksins sem framið var í Barcelona í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þrettán manns létust og hundrað særðust í árásinni þar sem bifreið var ekið á vegafarendur, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Sjö aðrir særðust svo í árás í bænum Cambrils.

Í kveðjunni segir forseti að þeir sem vilji verja frelsi og öryggi í Evrópu þurfi sem fyrr að standa saman gegn þeirri ógn sem saklausu fólki stafi af ódæðum öfgamanna, miskunnarleysi þeirra og mannhatri. Hugur Íslendinga sé með Spánverjum í sorg þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni